Þegar fjarstýring er forrituð fyrir svifflugu notar maður auðvitað svifflugshaminn GLIDER í stað ACRO.
Smá vandamál þegar maður forritar svifflugu með hjálparmótor...:
Þá dettur manni kannski fyrst í hug að forrita hana sem venjulega mótorflugvél, sem er gott og blessað svo langt sem það nær. Nota sem sagt ACRO.
Svifflugan sem ég er með í huga er nokkuð alhliða. Hún er með flapsa og er svokallaður "allrounder", þ.e. hægt að nota bæði sem thermik svifflugu og hotliner.
Í GLIDER hamnum eru ýmsar aðgerðir sérhæfðar fyrir svifflug. Þessar aðgerðir eru ekki aðgengilegar í ACRO. Sem dæmi má nefna breytilegan vængprófíl eftir því hvort um hægflug eða hraðaflug er að ræða. Í svifflugu er því gáfulegra að nota GLIDER en ACRO.
En þegar flugvélin er bæði sviffluga og mótorfluga, hvað gerir maður þá?
Hægt er að nota BUTTERFLY bæði í ACRO og GLIDER hömunum. Þegar GLIDER hamurinn er notaður er gert ráð fyrir að Butterfly sé stjórnað með bensíngjöfinni, sem er logískt, því þannig stjórnar maður hraðanum í báðum tilvikum, klifri eða lækkun. Með bensíngjafar-pinnanum er auðvelt að fínstilla inngjöfina, eða hemlunina, þegar pinninn er tengdur Butterfly. Lending svifflugunnar verður nákvæmari.
Þegar menn nota Butterfly í ACRO ham, þá er oft um að ræða einfalda on/off stýringu með rofa.
Ég tek eftir á erlendum vefsíðum sem ég hef verið að skoða, að þegar menn eru að forrita góðar svifflugur með hjálparmótor í GLIDER hamnum, þá láta menn Butterfly hemlana hafa allan forgang, og nota bensíngjafar-pinnann fyrir þá aðgerð. Líta á mótorinn sem algjörnan hjálparmótor til að klifra í flughæð. Mótornum er þá jafnvel stjórnað með af/á rofa, eða auka hliðrænni rás, helst einhverjum "slider" takka. Á minni Futaba stýringu væri væntanleag hentugast að nota breytistillinn á vinstri hliðinni, þ.e. þann sem hægt er að hreyfa með puttanum.
Spurningin:
Hefur einhver ykkar alvöru svifflugmanna pælt í þessu: Notið þið í uppsetningunni fyrir rafmagnssviffluguna bensínpinnann fyrir Butterfly?
Fyrirspurn til svifflugsmanna varðandi lofthemla
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Fyrirspurn til svifflugsmanna varðandi lofthemla
Ja... ég ætti nú ekki að hætta mér út í að tala mikið um svifflugur. Ég á og hef bara átt eina.
Hún er með "hjálparmótor" og ég nota hann eiginlega aldrei öðruvísi en á/af. Gæti allt eins haft hann á "flip"-rofa svo þessi uppsetning sem þú talar um, hlýtur að gera sig vel.
Mín er ekki með flapsa en ég setti upp "spoilerons" á rofa (bæði hallastýrisbörðin vísa upp). Ef maður hefði þá ekki þá væri ómögulegt að lenda. Hún bara flýtur og flýtur nema maður setji þá á.
Hvaða fluga er þetta annars? Ég hefði áhuga á að útvega mér aðra góða fyrir sumarið.
Hún er með "hjálparmótor" og ég nota hann eiginlega aldrei öðruvísi en á/af. Gæti allt eins haft hann á "flip"-rofa svo þessi uppsetning sem þú talar um, hlýtur að gera sig vel.
Mín er ekki með flapsa en ég setti upp "spoilerons" á rofa (bæði hallastýrisbörðin vísa upp). Ef maður hefði þá ekki þá væri ómögulegt að lenda. Hún bara flýtur og flýtur nema maður setji þá á.
Hvaða fluga er þetta annars? Ég hefði áhuga á að útvega mér aðra góða fyrir sumarið.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Fyrirspurn til svifflugsmanna varðandi lofthemla
Það er þessi vél sem sökum anna (vegna önnu?) fór á langlegudeild, en er komin aftur á skurðborðið:
http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=260
http://www.rc-network.de/forum/showthread.php?t=64312
Video. Opnast í sér videóskoðara. Skoða í fullri skjástærð.
http://brunnur.rt.is/ahb/video/BigExcel-1.wmv
http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=260
http://www.rc-network.de/forum/showthread.php?t=64312
Video. Opnast í sér videóskoðara. Skoða í fullri skjástærð.
http://brunnur.rt.is/ahb/video/BigExcel-1.wmv
Re: Fyrirspurn til svifflugsmanna varðandi lofthemla
[quote=Agust]Spurningin:
Hefur einhver ykkar alvöru svifflugmanna pælt í þessu: Notið þið í uppsetningunni fyrir rafmagnssviffluguna bensínpinnann fyrir Butterfly?[/quote]
Ekki spurning hvað mig varðar til að ná nákvæmni í lendingum að Butterfly er gert virkt með rofa og min max er stjórnað með bensínpinnanum, rafmótor er aukaatriði settur í gang með rofa eða sleða til að ná flughæð.
Hefur einhver ykkar alvöru svifflugmanna pælt í þessu: Notið þið í uppsetningunni fyrir rafmagnssviffluguna bensínpinnann fyrir Butterfly?[/quote]
Ekki spurning hvað mig varðar til að ná nákvæmni í lendingum að Butterfly er gert virkt með rofa og min max er stjórnað með bensínpinnanum, rafmótor er aukaatriði settur í gang með rofa eða sleða til að ná flughæð.