Síða 1 af 1

Re: Bretland - Al's Hobbies, Milton Keynes

Póstað: 22. Jan. 2010 01:01:39
eftir Sverrir
Það þarf varla að kynna Ali og co fyrir mönnum, þeir eru með þrjár búðir í Bretlandi og ég kom við í Milton Keynes í síðustu viku. Til gamans má geta þess að öll póstverslunin hjá þeim er gerð út úr þessari búð svo ef menn hafa fengið sendingar frá þeim þá komu þær úr þessu húsi.

Ber ekki mikið á búðinni en hún nær langt aftur.
Mynd

Horft út úr búðinni úr þotuhorninu.
Mynd

Nokkur Powerbox.
Mynd

Nokkur módel.
Mynd

Hawk og Bandit, nokkrir þúsundkallar þarna á ferðinni.
Mynd

Dót í þotur.
Mynd

Nokkuð sérstakur Saito.
Mynd

Þessi verður eflaust hraðskreið.
Mynd

Fyrsti þotumótorinn sem fór í almenna sölu, takið eftir bensíntankinum!
Mynd

Nokkur módel í viðbót.
Mynd

Fjarstýringartöskur.
Mynd

Spektrum sendar.
Mynd

Þyrlur og flotvél.
Mynd

Horft inn úr búðinni.
Mynd

Má bjóða þér móttakara eða servó?
Mynd

Fjarstýringar og mótorar.
Mynd

Lager og pökkunaraðstaða, héðan koma pakkarnir! :)
Mynd

Re: Bretland - Al's Hobbies, Milton Keynes

Póstað: 22. Jan. 2010 08:00:04
eftir Björn G Leifsson
Ef ég færi þarna inn þá þyrfti að svæfa mig til að ná mér út aftur :)

Re: Bretland - Al's Hobbies, Milton Keynes

Póstað: 22. Jan. 2010 08:46:11
eftir Haraldur
OVERLOAD!

Ég myndi byrja á því að fara í lost. Síðan myndi ég reika út aftur ruglaður í hausnum og svo líklega fara inn aftur og þá þyrfti nokkrar hesta til að koma mér út aftur.

Re: Bretland - Al's Hobbies, Milton Keynes

Póstað: 22. Jan. 2010 09:53:04
eftir maggikri
Svona eiga módelbúðir að vera. Glæsilegt. Ali veit alveg hvað hann er að gera. Ég er sammála Flugdoktornum, erfitt að ná manni út úr þessari. Maður þyrfti sennilega að fá framlengdan tíma fram á kvöld eins og hjá Steve í Florida.

kv
MK

Re: Bretland - Al's Hobbies, Milton Keynes

Póstað: 22. Jan. 2010 10:13:42
eftir Sverrir
Ætli þetta hafi ekki verið 3 til 4 tímar sem maður eyddi þarna slefandi og hálf meðvitundarlaus. ;)

Hér má sjá mynd af kortunum mínum. :rolleyes:
Mynd

Re: Bretland - Al's Hobbies, Milton Keynes

Póstað: 22. Jan. 2010 15:32:43
eftir Árni H
Vó - svona eiga Kaupfélög að vera!