Síða 1 af 1

Re: Ca. $200.000.000 síðar

Póstað: 10. Feb. 2010 10:22:12
eftir Sverrir
Þetta gerðist á Dulles(IAD) eftir met ofankomuna sem var þar um daginn. :/

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Mynd

Re: Ca. $200.000.000 síðar

Póstað: 10. Feb. 2010 19:32:03
eftir Björn G Leifsson
Hmm. þetta minnir mig á þegar litli últímeitinn minn datt niður úr loftinu í bílskúrnum og brotnaði :P


:lol:

Re: Ca. $200.000.000 síðar

Póstað: 10. Feb. 2010 21:37:06
eftir Agust
Ég lenti í því fyrir um tveim áratugum að gömul eldhúsinnrétting, þ.e. efri skápurinn, sem var í bílskúrnum féll af veggnum. Plasttapparnir höfðu rýrnað...

Á borðinu undir var gamall fjarstýrisendir Hann varð flatur eins og pönnukaka, enda að mestu úr áli.

Það er þessi appelsínurauði sendir sem sést á myndinni. Hann var heimasmíðaður. Bjó til tvær prentrásir í hann; aðra með 35MHz sendi og hina með kóðara. Notaði hann í eitt eða tvö ár. Líklega smíðað eftir teikningu í RCM&E.

Módelið er Robbe Cessna 172 minnir mig. Mótor var Hirtenberger Patronenfabrikk HP 21 fjórgengismótor.

Myndin, sem tekin er á flugvellinum í Leirdal, er frá því um 1985.

Ég á enn appelsínurauða kassan utan af sendinum, en hann var síðar notaður sem stýripinnar fyrir Dave Brown flugherminn eftir að prentrásirnar höfðu verið fjarlægðar. Það var eftir að rétt hafði verið úr kassanum eftir bestu getu, en enn í dag má sjá misfellurnar.





Mynd

Re: Ca. $200.000.000 síðar

Póstað: 10. Feb. 2010 21:55:18
eftir Sverrir
Uss ljótt að heyra, varð að klessu ojbara.

Módelið er rétt greint og ef fortíðarþráin grípur þig föstum tökum þá geturðu reynt að prútta vélina hans Guðna af honum. ;)