Síða 1 af 1
Re: Inniflug
Póstað: 23. Feb. 2006 13:48:58
eftir MoeZ
Jæja þá er ég orðin skráður notandi hérna og er hættur að vera í felum sem gestur.
En allavegana þá er ég komin með kontakt í Reiðhöll Gusts og getum við fengið hana fyrir 3500kr á tíman. En áður en ég tala við hann langar mig að vita hversu margir hefðu áhuga á því að hittast til dæmis 2x í mánuði og fljúga indoor í 1 til 2 tíma í senn. Ef við náum að vera 6 manns þá er þetta ca. 1100 kall á mann fyrir tvo tíma.
P.S
Þröstur er með fullt af indoor stuffi til sölu á góðu verði.
Kveðja
MoeZ
3D Rokkar
Re: Inniflug
Póstað: 23. Feb. 2006 13:58:49
eftir Ingþór
á ekkert innidót, en ég skal koma og borga hálf verð fyrir að horfa á ykkur 'fljúga' og drekka kaffi
Re: Inniflug
Póstað: 23. Feb. 2006 14:04:54
eftir MoeZ
Eg var að tala við þröst og bað hann um að pósta hérna einhverjum pakkadílum á bæði flugvélum og þyrlum. Hann var að fullt af nýjum vörum í gær og í dag og er að finna eitthvað gott verð fyrir okkur. Eins og Þröstur segir þá eigum við að vera heimsmeistarar í indoor flugi miðað við veðrið, nú er bara að taka sig saman í andlitinu og taka þátt í þessu.
Kveðja
MoeZ
Rokkum saman

Re: Inniflug
Póstað: 23. Feb. 2006 14:09:13
eftir HjorturG
Þetta er það sem ég er búinn að reyna að segja öllum heillengi!!!! Inniflug ROKKAR!!! Átti nú fyrstu inni-3d-depron-brushless-vélina herna um árið, en enginn trúði mér þegar ég sagði þeim hvað þetta var gaman.. En allavega ég og pabbi erum með!!!!
Re: Inniflug
Póstað: 23. Feb. 2006 14:30:19
eftir benedikt
yepps... nú vitum við hvar... þá bara vantar hvenær ... I'm in!
Re: Inniflug
Póstað: 23. Feb. 2006 14:56:31
eftir Agust
Frábær hugmynd
Re: Inniflug
Póstað: 23. Feb. 2006 14:56:34
eftir Sverrir
Velkominn MoeZ og takk fyrir síðast, gaman að sjá að menn eru að skríða inn úr kuldanum
Á hádegi í dag voru 8 gestir að skoða vefinn, einn af aðalkostunum við að vera skráður notandi er sá að
vefurinn heldur utan um nýja þræði fyrir þig og lítið mál er að sjá breytingar sem orðið hafa frá því síðast.
Tók í eitt svona depron flygildi út í Bretlandi síðasta sumar og skemmti mér bara ágætlega þannig að aldrei
að vita hvort að maður skelli sér ekki á svona pakkatilboð og taki þátt, mæti alla veganna til að mynda fjörið
