Ótrúlegt að „sjá“ hvernig þetta er stundum í aðflugunum. Rétt svo farið að sjást í brautina þegar þeir lenda.
Re: Blindflug
Póstað: 1. Mar. 2010 14:01:08
eftir Gaui K
Mig langar bara ekkert til að upplifa svona aðflug :/
Re: Blindflug
Póstað: 1. Mar. 2010 14:04:54
eftir Sverrir
Taktu eftir þegar 0:27 eru liðnar heyrist "Speedbrakes on", þá eru þeir lentir!
Re: Blindflug
Póstað: 1. Mar. 2010 16:56:35
eftir Agust
Það er eins gott að flugmennirnir eru ekki við stýrið. Þeir eru bara áhorfendur meðan tölvukerfið lendir vélinni. Er það ekki þannig?
Re: Blindflug
Póstað: 1. Mar. 2010 17:45:33
eftir maggikri
[quote=Agust]Það er eins gott að flugmennirnir eru ekki við stýrið. Þeir eru bara áhorfendur meðan tölvukerfið lendir vélinni. Er það ekki þannig?[/quote]
Þeir eru ekki bara áhorfendur þeir þurfa að fylgjast með öllum tækjum og tólum. Tölvan er bara aðstoð!