Síða 1 af 2

Re: HiTech Snjóruðningur

Póstað: 7. Mar. 2010 18:05:28
eftir Haraldur
Við þurfum svona til að ryðja flugbrautinarnar okkar. ;-)


Re: HiTech Snjóruðningur

Póstað: 8. Mar. 2010 08:26:41
eftir ErlingJ
eða bara svona ;) ekki alveg eins hitec en gaman eingu að síður.




http://www.youtube.com/watch?v=E95UtdYPVj4
kann ekkert á þetta youtube link sistem :(

Re: HiTech Snjóruðningur

Póstað: 8. Mar. 2010 11:31:47
eftir Gaui
Þetta dugar greinilega bara þar sem snjóar svo mikið að menn vaða hann upp í miðja skósóla.

Re: HiTech Snjóruðningur

Póstað: 8. Mar. 2010 18:05:18
eftir Sverrir
Voila...

Kóði: Velja allt

[youtube]E95UtdYPVj4[/youtube]

Re: HiTech Snjóruðningur

Póstað: 8. Mar. 2010 19:34:27
eftir Björn G Leifsson
það sem Sverrir er að reyna að segja er að þú klippir út táknarununa úr slóð jútjúbmyndarinnar og kemur henni fyrir milli "tagganna" :

Slóðin: http://www.youtube.com/watch?v=S_95y2yZgZo bendir á hreyfimynd á jútjúb. Maður klippir sem sagt út allt sem kemur eftir samasem-merkinu sem sagt: S_95y2yZgZo
og límir það inn á milli jútjúb tagganna

Kóði: Velja allt

[youtube]S_95y2yZgZo[/youtube]
og þá verður þatta svona:



Slóðin í vafranum er ekki alltaf svona einföld, getur til dæmis litið út svona:

Kóði: Velja allt

http://www.youtube.com/watch?feature=sub&hl=en&v=S_95y2yZgZo
Eins og sést er nú samt táknarunan eftir síðasta samasemmerkinu sú sama
en einföldustu slóðina má finna í gráa svæðinu hægra megin í jútjúb glugganum á eftir URL=
þar má afrita ábendislóð (flott nýyrði?) á hreyfimyndina og úr henni klippa talnarununa margnefndu.

Einfalt, ekki satt?

Re: HiTech Snjóruðningur

Póstað: 8. Mar. 2010 19:54:53
eftir Sverrir
Svo má benda á hingar mögnuðu, en furðulega lítt lesnu, leiðbeiningar.

Re: HiTech Snjóruðningur

Póstað: 8. Mar. 2010 20:50:44
eftir Björn G Leifsson
[quote=Sverrir]Svo má benda á hingar mögnuðu, en furðulega lítt lesnu, leiðbeiningar.[/quote]
Iss,,, alvöru nördar lesa aldrei leiðbeiningar.

En hins vegar láta þeir aldrei tækifæri úr hendi að sýa hvað þeir eru sjálfir klárir, eins og ég hér að ofan :lol:

Re: HiTech Snjóruðningur

Póstað: 8. Mar. 2010 21:53:07
eftir Haraldur
Það er alveg ótrúlegt hvernig lítil grein um snjóruðninga getur snúist upp í umræður um hvernig á að setja inn YouTube link inn á pósta. Og það kemur algjörlega óviðkomandi YouTube ræma inn á þráðinn.

Re: HiTech Snjóruðningur

Póstað: 8. Mar. 2010 22:12:47
eftir Eysteinn
Einn ágætur félagi minn í Svíðþjóð sendi mér þennan link. Toppið þetta!



Kveðja,
Eysteinn.

Re: HiTech Snjóruðningur

Póstað: 9. Mar. 2010 09:50:17
eftir ErlingJ
setti þetta inn bara af því að þetta er ég að skafa snjó af bílastæðinu hjá mér :D

það er hægta að setja svona snjótönn á sláttutraktorinn ykkar .

mynda af mér á snjóruðningstækinu mínu :)
Mynd

sláttutraktor með snjótönn.
Mynd