Síða 1 af 1
Re: Funtime sviffluga
Póstað: 6. Apr. 2010 23:53:00
eftir Ólafur
Setti mótor i sviffluguna hans Stebba sem hann keypti af Sverrir.
það verður fróðlegt að sjá útkomuna þegar henni verður testflogið

Þetta svinvirkar,krafturin er feykinógur til að koma henni upp á mettima.
Þarf bara að fá meistaran hann Sverrir til að stilla ailrónurnar en flugstjórin/eigandin vill hafa þetta fullkomið og vill geta breytt ailrónunum i flapsa eða spoilera til að geta komið dótinu niður svona sæmilega heilu
Kv
Lalli
Re: Funtime sviffluga
Póstað: 7. Apr. 2010 00:06:01
eftir Sverrir
Nohhh, það er aldeilis.
Snilldarvél, varð níundi í Íslandsmeistaramótinu aldamótarárið mikla með henni!
Til gamans má nefna að Ágúst H. Bjarna er líka með svona vél á rafmótor >
http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=216
Re: Funtime sviffluga
Póstað: 7. Apr. 2010 00:13:56
eftir gudniv
Er með aðra alveg eins til vara

Re: Funtime sviffluga
Póstað: 7. Apr. 2010 08:47:35
eftir Björn G Leifsson
[quote=Ólafur]...
Þetta svinvirkar,krafturin er feykinógur til að koma henni upp á mettima.
Þarf bara að fá meistaran hann Sverrir til að stilla ailrónurnar en flugstjórin/eigandin vill hafa þetta fullkomið og vill geta breytt ailrónunum i flapsa eða spoilera til að geta komið dótinu niður svona sæmilega heilu
...
Kv
Lalli[/quote]
Virkilega til hamingju með þetta tæki. Hlakka til að sjá hana ef tækifæri gefst.
Ég hefði aldrei trúað hvað það er skemmtilegt að eiga svona flugu fyrr en ég eignaðist og fór að nota mína Hawk 2000 . Ætla að koma mér upp enn betri svona rafmagnssvifflugu bráðlega.
Mín er ekki með flapsa en frekar stórar eilerónur og ég nota "Spoileron" aðferðina sem er alveg ómissandi. Það virkar þannig að eilerónurnar set ég með einum takka í talsverða upp-stöðu og þá minnkar svifið svo maður getur komið henni niður þar sem ég vil sem er næstum ómögulegt annars.
Bæ ðö vei (eins og sagt er í Eyjafirðinum) hvaða græjur ertu með í henni og hvar er hagstætt að kaupa þetta?
Re: Funtime sviffluga
Póstað: 7. Apr. 2010 16:05:44
eftir Agust
Ég hef átt svona vél í um það bil 15 ár og er henni flogið mikið á hverju sumri. Undanfarin ár hef ég notað Outrunner mótor og 14 volta LiPo (4s1p 3700mAh). Ég þarf ekki að kasta vélinni, heldur flýgur hún úr hendi minni og síðan ca 70° upp.
Ég var einmitt að laga límbands-lamirnar á hallastýrunum í fyrradag svo hún verði klár fyrir sumarið.
Ég nota líka hallastýrin sem lofthemla í lendingu, þ.e. bæði upp. Það virkar sæmilega.
Oftast hef ég flogið henni í sveitinni, en einnig alloft á Hamranesi. Reyndar einu sinni heima, en förum ekki nánar út í það.
Til hamingju með vélina. Hvaða mótor/batterí/spaða notar þú?
Re: Funtime sviffluga
Póstað: 7. Apr. 2010 17:02:23
eftir Ólafur
Sælir
Stebbi keypti dótið i hana i Orlando og það er brushless mótor en á honum stendur BL-2212/10 hvað sem það nú þýðir en með þessu fékk hann 30 A ESC og 1250 mah batterí 11.1 v. Einhvern veginn læðist sá grunur að mér að batteríið sé ekki nógu stórt i mah getur það verið ? Það standa engar upplýsingar á spaðanum.
Kv
Lalli
Re: Funtime sviffluga
Póstað: 7. Apr. 2010 20:17:48
eftir Agust
Það er sjálfsagt að prófa þetta. Ég get klifrað um 10 sinnum með mínum rafhlöðum upp í ca gervitunglahæð og hef iðulega flogið samtals í vel yfir hálftíma (um 40 mínútur). Batteríið þitt er léttara sem hjálpar til.
Mér finnst ómetanlegt að eiga svona mæli til að velja heppilegan spaða:
http://www.gobrushless.co.uk/rc/Wattsup-Meter.html