Kríumótið er trúlega eitt elsta mót sem haldið er á vegum Þyts. Alltaf haldið að vori, til að fagna komu Kríunnar. Að þessu sinni er stefnt að því að halda Kríumótið 15/5/2010, mjög líklega á Höskuldarvöllum, eins og oft áður.
Ef að líkum lætur förum við fljótlega í könnunarleiðangur og til að prófa spilið. Gott að þeyr sem hafa áhuga á að fylgjast með undirbúningnum lát vita svo hægt sé að hafa samband. Þetta er oft ákveðið með stuttum fyrirvara.
Reglur fyri Kríumót 2010
1. Flognar 3 umferðir. Hver umferð samanstendur af tímaflugi og hraðaflugi. Lélegustu umferð hent.
2. Tímaflug. Tími 5 mínútur. Endar með marklendingu.
3. Hraðaflug. 4 x 150 m leggir.
Aðeins um útreikning á stigum.
Hraðaflug. Besti tími gefur 1000 stig. T.d. ef 30 sek er best gæfu 60 sek 500 stig.
Tímaflug. 5 mínútur gefa 300 stig, eitt stig fyrir hverja sekúntu. Tími sem fer yfir 5 mínútur dregst frá, 1 stig / sekúnta. Lending getur gefið max 100 stig, vegalengd minni en 1 m. Lækkar um 5 stig fyrir hvern m. 14 til 15 m gefa 30 stig. Þar fyrir ofa 0 stig. Lagt er saman stig fyrir tíma og lendingu. Hæðasta skor gefur 1000 stig og aðrir hlutfallslega út frá því.
Frímann 899 5052
Guðjón 828 8248
Hannes 863 8667

Mynd frá Kríumóto 15/5/2009