Það lofaði nú ekki góðu þegar ég opnaði kassan og sá bara tannstöngla, manúal til að lesa (en ég les manúala mjög sjaldan) og teikningar. Þetta er nú aldeilis ekki eins og i gamladaga þegar maður var að lima saman plastmódelin en þá komu skrokkarnir i hálfu og vængirnir lika og málið dautt.
Byrjunin var svolitil brösótt hjá mér enda aldrei á ævini sett saman svona scalamódel svo ég fór mér hægt i að taka myndir ef ske kynni að ég þyrfti að halda brennu út i garði hérna heima hjá mér. Nokkur byrjendamistök áttu sér stað sem segir mér að ALLTAF að lesa manúalin áður en haldið er af stað en ég gat gert við allt nema eitt sem tengist mótorfestinguni en það er hægt að fara aðrar leiðir til að ná þvi markmiði seinna.Smá saman fór skrokkurinn að taka á sig mynd sem liktist þvi sem ég fór af stað með i upphafi og gekk vinnan bara þokkalega vel finnst mér en það er ótrúleg vinna sem fer i þetta og pælingarnar um hvar hlutirnir ættu að vera og hvernig stóðu oft rækilega i mér.En mikið djö.. hef ég gaman að þessu og hérna eru nokkrar myndir að skrokknum eins og hann er i dag en kaflaskil eru núna i smiðini þar sem komið er að setja saman stélið,rudder og elvatorinn.



Allar tengingar fyrir stýrifletina eru faldar og koma ekki til með að sjást þegar vélin verður tilbúin

Með smiðakveðju

Lalli