Síða 1 af 1

Re: Afhverju ertu að selja?

Póstað: 8. Maí. 2010 11:25:40
eftir Sverrir

Re: Afhverju ertu að selja?

Póstað: 8. Maí. 2010 11:35:26
eftir Gaui
Þess vegna á maður alltaf að sjá til þess að kellingin sé líka með eitthver ahugamál, eins og að rækta hunda eða eitthvað :cool:

Re: Afhverju ertu að selja?

Póstað: 8. Maí. 2010 13:59:23
eftir Haraldur
Eini gallinn við það er að það myndist pissukeppni, aka. þú eyddir 100k þarna þá má ég eyða líka 100k.
Eruð þið með eitthvað budged? Hvað hver má eyða í áhugamálið?
Eitthvað verður jú að vera eftir fyrir heimilisreksturinn.

Re: Afhverju ertu að selja?

Póstað: 8. Maí. 2010 17:47:26
eftir INE
Af því að það var minnast á samband hunda og módella þá minni ég á að þessi er enn til sölu og eða í skiptum fyrir módel :

http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=3604

Kveðja,

Ingólfur.

Re: Afhverju ertu að selja?

Póstað: 8. Maí. 2010 18:59:47
eftir Björn G Leifsson
Ég leysti þetta á sínum tíma með að þykjast ætla að byrja í snjósleðasportinu.
Þóttist vera voða spenntur fyrir sleða sem kostaði milljón.
Eftir þá nokkuð þrungnu umræðu hefur hún haft frekar hægt um sig þegar flugmódel eru annars vegar. Svo finnur hún líka hvað ég er miklu notalegri og betri eiginmaður þegar ég kem heim eftir góðan dag með flygildunum.

Re: Afhverju ertu að selja?

Póstað: 8. Maí. 2010 19:32:52
eftir INE
Þetta kannast ég við líka. Ég finn að eftir langann og strangann dag þá endurnýjast ég eftir að hafa farið út að fljúga og verð eins og Björn orðar það " betri og notalegri".

Þetta er væntanlegra vegna þess að við það að fljúga hleð ég upp af mikilvægum boðefnum í heilanum. Væntanlega adrenalín, dópamín og jafnvel endorfín. Þegar ég er "útkeyrður" þá er skortur á þessum boðefnum og ég er þreyttur og pirraður. Við að fá skammt af þessum boðefnum þá verð ég "betri og notalegri" Lífið gerist ekki þarna úti heldur inni í heilanum og ef að það er boðefna skortur í heilanum þá upplifi ég "skort" í lífinu. Þeas er þreyttur, pirraður og ófullnægður.

Ég tel að þetta sé að hluta til ástæða þess að menn verða "hooked" á því að fljúga módelum eða öðru sporti sem skapar þessa vellíðan á eftir. Ofan í þetta blandast áhugi á flugi og flugvélum og handverkinu sem snýr að módelsmíði.

Vegna þessa finnst mér þetta hobby/sport alveg frammúrskarandi.

Bara smá hugleiðing....