Síða 1 af 4

Re: 4 hreyfla þyrla - Quadcopter

Póstað: 26. Maí. 2010 14:41:56
eftir hrafnkell
Ákvað að henda þessu projecti inn upp á grínið og sjá hvort einhverjir fleiri séu að byggja sér svona græju hér.

Spurningar velkomnar.

Mynd
Mynd
Mynd

Heilinn í þessari vél verður arduino mega með 3 axis accelerometer og 3 axis gyro. Stefni á að tengja barometer og gps við svo þegar þetta verður orðið flughæft.

Ætla mér að nota kóða frá www.aeroquad.com, en er nú þegar búinn að hræra slatta í honum.

Heildarþyngd með tölvu, mótorum, batteríi o.s.frv er rétt rúm 900gr.

Ég geri ráð fyrir að prófa að fljúga henni fljótlega, en ég á Spectrum DX7 2.4ghz 7 rása stýringu. Mig vantar bara skjöldinn sem heldur nemunum og þá þarf bara að púsla smávegis í viðbót og þetta er reddí!

Re: 4 hreyfla þyrla - Quadcopter

Póstað: 26. Maí. 2010 15:08:00
eftir Sverrir
Flott, verður gaman að fá að fylgjast með þessu hjá þér.

Re: 4 hreyfla þyrla - Quadcopter

Póstað: 26. Maí. 2010 15:40:58
eftir Haraldur
Ég á bara svona UFO græju frá Silverlight, er reyndar kominn með elektrónískt gíró á hana.

Re: 4 hreyfla þyrla - Quadcopter

Póstað: 27. Maí. 2010 09:14:38
eftir Árni H
Hér er einn að smíða trichopter: http://modelflyvning.dk/forum/showthread.php?t=45136

Kv,
Árni H

Re: 4 hreyfla þyrla - Quadcopter

Póstað: 27. Maí. 2010 11:41:41
eftir hrafnkell
Stórskemmtilegar svona tricopter líka - en ótrúlega frábrugðið quad copter þar sem það þarf allt öðruvísi stýringu á þær til að halda þeim stabílum og þannig að þær snúist ekki.

Re: 4 hreyfla þyrla - Quadcopter

Póstað: 28. Maí. 2010 17:19:36
eftir Björn G Leifsson
Virkilega spennandi,,,

Re: 4 hreyfla þyrla - Quadcopter

Póstað: 28. Maí. 2010 19:42:00
eftir Páll Ágúst
Verður gaman að sjá þetta fljúga svona :P

Re: 4 hreyfla þyrla - Quadcopter

Póstað: 28. Maí. 2010 21:06:25
eftir Ingþór
vááá

Re: 4 hreyfla þyrla - Quadcopter

Póstað: 28. Maí. 2010 22:48:50
eftir Gabriel 21
næs!

Re: 4 hreyfla þyrla - Quadcopter

Póstað: 28. Maí. 2010 23:40:24
eftir hrafnkell
Aðeins tímaspursmál hvenær mín verður þetta agile! :)

Fékk sendingu í dag með shieldinum á arduino... Þannig að ég get hugsanlega prófað að hovera fljótlega. Verst að ég er að fara í brúðkaup og vesen á morgun þannig að ég get ekki byrjað að hræra í þessu strax :)