Stórundarleg staðsetning - hvort skyldi hafa komið á undan, húsið eða brautin?
Re: Alpaflug
Póstað: 10. Jún. 2010 15:23:32
eftir Sverrir
Húsið... það eru ekki allir jafn heppnir og við með landrými. Það er notað til að hýsa kýr að vetrarlagi og hefur einu sinni verið flogið utan í það svo vitað sé, módelið slapp þó með skrekkinn en engum sögum fer af ástandi hússins eftir það ævintýri!
Re: Alpaflug
Póstað: 10. Jún. 2010 16:34:34
eftir Árni H
Já, mér sýndist ég sjá 20X10 spaða standa í veggnum þegar hann flaug framhjá
Re: Alpaflug
Póstað: 10. Jún. 2010 17:24:05
eftir Gaui
Mér finnst merkilegt hvað það er bjart og hlýtt þann fyrsta desember klukkan að verða níu um kvöld.
Re: Alpaflug
Póstað: 10. Jún. 2010 17:50:06
eftir Árni H
Þetta er "Global warming" í sinni heitustu mynd! Annars geta svona "keychain cameras" greinilega haft ótrúleg áhrif á umhverfi sitt