Lithium Polymer (LiPo) rafhlöður. Hvað best?

Eru ekki allir í stuði!?
Svara
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Lithium Polymer (LiPo) rafhlöður. Hvað best?

Póstur eftir Agust »

Hafa menn einhverja skoðun á hvaða LiPo rafhlöður eru bestar?

Hér eru dæmi um nokkrar tegundir:
http://www.hobby-lobby.com/lithium-polymer.htm

Hobby-Lobby virðist gefa Poly Quest góða einkunn.

Hafa menn skoðun á þessu?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Lithium Polymer (LiPo) rafhlöður. Hvað best?

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Það virðist vera í gangi mikil þróun í þessu. Ekki auðvelt að fylgjast með en mér sýnist vera meira um batterí með aukatengi til þess að stýra/ jafna hleðslunni milli sellana. Það er mjög mikilvægt fyrir þesi batterí að sellurnar (yfirleitt 2 eða 3 í pakka) séu ballanseraðar og til þess eru þær hlaðnar í nákvæmlega sömu gildi áður en þau eru valin saman í pakka. Ef ein sella fer úr ballans getur pakkinn í besta lagi orðið lélegur og í versta falli hættulegur. Þess vegna eru að koma fram hleðslutæki sem ballansera hleðslu sellana í pakka.
Ég sé að fleiri og fleiri eru komnir með þennan fítus.
Þýðir að maður verður helst að hafa hleðslutæki sem passar.

Annar eiginleiki sem hefur verið að batna er að sellurnar eru farnar að þola meiri úrhleðslu þeas geta skilað meiri orku á skemmri tíma.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Lithium Polymer (LiPo) rafhlöður. Hvað best?

Póstur eftir Agust »

Rakst á þessa síðu. Ýmislegt um LiPo og fjölmargar tilvísanir í vefsíður um óhöpp.

Data - Complete Guide to Lithium Polymer Batteries and LiPo Failure Reports
http://www.rcgroups.com/forums/showthread.php?t=209187
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
benedikt
Póstar: 296
Skráður: 28. Feb. 2005 12:22:22

Re: Lithium Polymer (LiPo) rafhlöður. Hvað best?

Póstur eftir benedikt »

ThunderPower er mjög pottþétt og svona defacto merki í þyrludæminu - þeir eru allavega fyrstir með nýungar - ég gef þeim hiklaust góða dóma.
If you ain't crashing, you ain't trying !
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Lithium Polymer (LiPo) rafhlöður. Hvað best?

Póstur eftir Agust »

Ég er ekki enn farinn að nota LiPo, en væntanlega verður það innan skamms. Á leiðinni er rafhlaða af gerðinni "FlightPower EVO 3700mAh 4S1P" ( http://www.flightpower.co.uk/acatalog/E ... 00mAh.html ). Ætlunin er að prófa þetta í rafmagnsvifflugunum.

Eins og Björn minntist á, þá er mjög áríðandi að passa upp á að hleðslan á sellunum sé jöfn. Þess vegna fjárfesti ég í "FlightPower Duralite 2s - 6s Stay Balance Module" (http://www.flightpower.co.uk/acatalog/C ... ncing.html).

Hleðslutækin fyrir LiPo eru í eðli sínu mun einfaldari en hleðslutæki fyrir Nikkel-kadmíum rafhlöður, enda ódýr. Til að hlaða LiPo svo vel sé verður að nota hleðslutæki sem gefur út spennu 4,2 volt per sellu og stöðugan straum. Þetta er því í reynd aðeins spennuregulator með straumtakmörkun. Þetta er því ekki ósvipað "sjálfvirku" hleðslutæki fyrir blýrafhlöðu sem er sams kona spennuregulator stilltur á 13,8 volt.

Hægt er að kaupa tölvustýrð universal hleðslutæki fyrir NiCd, NiMh, LiPo o.s.frv., en etv. er minni hætta á mistökum ef notuð eru sérhæfð hleðslutæki fyrir LiPo, því það er ekkert grín að gera mistök við hleðslu á þessum nýju rafhlöðum.
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Svara