Síða 1 af 4
Re: 40 ára afmælissýning Þyts
Póstað: 30. Jún. 2010 21:03:24
eftir Sverrir
Flugmódelfélagið Þytur fagnar 40 ára afmæli á árinu og í tilefni af því verður efnt til flugsýningar á Tungubakkaflugvelli í Mosfellsbæ laugardaginn 10.júlí frá kl.13-16.
Allt það besta í sportinu verður til sýnis, sérstakur gestur Ali Machinchy. Taktu daginn frá!
Smellið hér til að sjá kort af leiðinni niður á Tungubakka.
Munið eftir
síðunni á Snjáldurskinnu!

Re: 40 ára afmælissýning Þyts
Póstað: 1. Júl. 2010 23:22:25
eftir Sverrir
Auglýsingaspjald fyrir sýninguna, áhugasamir geta náð sér í
pdf skjal og prentað út og hengt upp á vinnustöðum og út í bæ(munið bara að fá leyfi). Svo fer þetta líka bara svo vel upp á vegg í tómstundaherberginu.

Re: 40 ára afmælissýning Þyts
Póstað: 2. Júl. 2010 17:18:59
eftir Gaui
Verður dagskrá eða má maður koma með subbulegan arfa og fljúga að vild?
Re: 40 ára afmælissýning Þyts
Póstað: 2. Júl. 2010 18:48:12
eftir Sverrir
Það er dagskrá, hafðu samband við Einar Pál.
Re: 40 ára afmælissýning Þyts
Póstað: 3. Júl. 2010 08:44:39
eftir Jónas J
Búin að hengja þetta upp á mínum vinnustað
Hlakka mikið til, þetta verður bara gaman.......
Kv Jónas J
Re: 40 ára afmælissýning Þyts
Póstað: 5. Júl. 2010 16:13:19
eftir Páll Ágúst
Veit einhver hvaða vélar Ali verður með?
Re: 40 ára afmælissýning Þyts
Póstað: 5. Júl. 2010 16:20:15
eftir Sverrir
Já, auðvitað, það er nú smá skipulag á þessu hjá köllunum.
Skal henda inn mynd við tækifæri.
Re: 40 ára afmælissýning Þyts
Póstað: 5. Júl. 2010 16:31:26
eftir Páll Ágúst
Takk, takk

Re: 40 ára afmælissýning Þyts
Póstað: 5. Júl. 2010 16:32:41
eftir Guðjón
Veðurspáin er komin á
www.vedur.is
Re: 40 ára afmælissýning Þyts
Póstað: 5. Júl. 2010 17:51:50
eftir Sverrir
Það verður gott veður á laugardaginn(og sunnudaginn), munið það!
Einhvers staðar á þessari mynd er hún. :rolleyes:
