Hin árlega stórskalaflugkoma var haldin á Tungubökkum í Mosfellsbæ í dag. Eitthvað hafa menn verið að láta veðurspár hafa áhrif á sig því frekar fámennt var miðað við fyrri ár. Smá rigning gerði hlé á flugi í kringum hádegið en það stóð í skamma stund og svo var fjörinu fram haldið. Sigurjón Valsson sýndi listflug á Cap 10B og Björn Thor tók nokkur framhjáflug.
Já tek undir með fyrri ræðumönnum!
Einar Páll er magnaður að endast í að halda uppi þessum flugkomum og að að hafa afmælishátíðina líka.......
Takk fyrir mig.
kveðja
Gunni Binni
Já, kjöraðstæður Einars Páls gerðu rigningarskúrinn að smámáli
Takið eftir á mynd 2-3 hvað Pétur Hjálmars situr rólegur á ströndinni og pússar gleraugun
ámeðan MX er í lágflugi yfir honum
Kv Lúlli.