
Depron og laser
Re: Depron og laser
er einhver kominn með svona græju? Ég var að kaupa bókina Build your own CNC Machine, það verður gaman að fikta við það.
Re: Depron og laser
Hva, keyptirðu ekki einn laser af norsurunum?
Annars er router alls ekki verri kostur og mörg depron kit framleidd þannig í dag, smá ryk en til þess eru ryksugur.

Annars er router alls ekki verri kostur og mörg depron kit framleidd þannig í dag, smá ryk en til þess eru ryksugur.

Icelandic Volcano Yeti
Re: Depron og laser
hehe, nei gerði það nú ekki. Laser og Router hafa hvor sína kosti og galla, Routerinn getur t.d. verið 3-Axis. Svo ætti svosem ekkert að vera því til fyrirstöðu að taka fræsinn út og setja laser í staðinn ef út í það er farið.
- Björn G Leifsson
- Póstar: 2914
- Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45
Re: Depron og laser
[quote=einarak]hehe, nei gerði það nú ekki. Laser og Router hafa hvor sína kosti og galla, Routerinn getur t.d. verið 3-Axis. Svo ætti svosem ekkert að vera því til fyrirstöðu að taka fræsinn út og setja laser í staðinn ef út í það er farið.[/quote]
Taugaveiklaði læknirinn telur sig knúinn að koma með smá aðvörun:
Ég sé að það er auðvelt að kaupa sér svona kröftugan leysi til að setja í CNC.
Það er þó eitt sem sá sem með slíkt fer verður að hafa í huga og það er að maður getur gjörsamlega eyðilagt í sér sjónina með slíku apparati. leysirinn getur endurkastasts um herbergi og ef hann lendir í auga þá brennir hann burtu hluta af augnbotninum og eftir verður svartur (sjónlaus) blettur sem ekki fer. Þess vegna má aldrei kveikja á svoleiðis geisla nema með fullkomnar hlífar um tækið og/eða með sérstök hlífðargleraugu.
Taugaveiklaði læknirinn telur sig knúinn að koma með smá aðvörun:
Ég sé að það er auðvelt að kaupa sér svona kröftugan leysi til að setja í CNC.
Það er þó eitt sem sá sem með slíkt fer verður að hafa í huga og það er að maður getur gjörsamlega eyðilagt í sér sjónina með slíku apparati. leysirinn getur endurkastasts um herbergi og ef hann lendir í auga þá brennir hann burtu hluta af augnbotninum og eftir verður svartur (sjónlaus) blettur sem ekki fer. Þess vegna má aldrei kveikja á svoleiðis geisla nema með fullkomnar hlífar um tækið og/eða með sérstök hlífðargleraugu.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
H.L. Mencken
Re: Depron og laser
ja, heildar kostnaðurinn er líka fljótur að tvöfaldast ef maður fer í laser. Ég ætla bara að dunda við þetta á næstu mánuðum að koma mér upp svona borði og þá bara með hand router. En það er jú líka hættulegt að fá hann í augað hehe