Síða 1 af 1

Re: Hong Kong - Radar RC

Póstað: 5. Okt. 2010 08:25:29
eftir INE
Brá mér í smá verslunarferð í dag og fór og skoðaði Radar RC hérna í Hong Kong.
http://www.radarrc.com/

Mér vantaði Hub á Zenoah G38 mótorinn minn og viti menn þeir áttu hann til á lager.

Búðin selur engöngu vélar frá "The World Models" http://www.theworldmodels.com/ og eiga allar vélar á lager. Þeir eru með flest alla mótora frá OS, þar með talið OS 55cc, einnig DA, 3W og Zenoah. Í rafmagni eru þeir með Scorpion mótora en frekar lélegir í rafhlöðum.

Myndatökur eru bannaðar inni í búðinni en ég fékk leyfir til að taka 2 stk, hér eru þessi "2" stykki:

Fyrir utan:

Mynd

Mynd

Flugvélar út um allt:

Mynd

Mynd

Mynd


Mynd

Mynd

Mynd


Mótorar:

Mynd

Mynd

Mynd

Antík:
Mynd

Staff: (gefa 15% afslátt ef borgað er með seðlum)

Mynd

...bannað að tala við vagnstjórann:
Mynd


Dónar:
Mynd

Nú er bara að bíða eftir að Iceland Express standi við gefin loforð og fari að fljúga beint til Hong Kong...

Kveðja,

Ingólfur.

Re: Hong Kong - Radar RC

Póstað: 5. Okt. 2010 08:46:19
eftir Árni H
Vóó...

Re: Hong Kong - Radar RC

Póstað: 5. Okt. 2010 09:47:58
eftir Sverrir
Glæsilegt, bíð spenntur eftir næsta innslagi!

Sé að tvíburabróðir hans Steina Hall er að vinna þarna. ;)
Mynd

Re: Hong Kong - Radar RC

Póstað: 5. Okt. 2010 11:39:45
eftir Ólafur
Gaman að sjá svona :) Er Hobbyking ekki með verslun þarna eða eru þeir einungis á netinu?

Re: Hong Kong - Radar RC

Póstað: 5. Okt. 2010 11:51:15
eftir Sverrir
Ef þú vilt sækja dótið þitt á skrifstofuna þeirra í HK þá geturðu það en þeir virðast ekki vera með eiginlega verslun til að gramsa í, þó maður hefði ekkert á móti því að fá að gramsa í vöruhúsinu, spurning hvort maður fyndi eitthvað. ;)

Re: Hong Kong - Radar RC

Póstað: 5. Okt. 2010 12:33:25
eftir Gunni Binni
[quote=Sverrir]Ef þú vilt sækja dótið þitt á skrifstofuna þeirra í HK þá geturðu það en þeir virðast ekki vera með eiginlega verslun til að gramsa í, þó maður hefði ekkert á móti því að fá að gramsa í vöruhúsinu, spurning hvort maður fyndi eitthvað. ;)[/quote]
Miðað við magnið sem þeir selja er ekki ólíklegt að þú týndist (viljandi eða óviljandi) í vöruhúsinu ef þú myndir finna það.
GBG

Re: Hong Kong - Radar RC

Póstað: 5. Okt. 2010 18:44:54
eftir Björn G Leifsson
Það er greinilega ekki alltaf nauðsynlegt að drepast til að fá að kíkja inn í himnaríki :D