Síða 1 af 1

Re: Cyclone Toy & Hobby

Póstað: 16. Okt. 2010 02:35:15
eftir INE
Í fyrra þá rakst ég á þetta Kína fyrirtæki. Þeir eru með online búð: www.cyclonetoy.com

Í hverrt skipti sem ég hafði ráfað um búðina þá rauk ég alltaf út í gremju kasti því að það eru enginn verð gefinn upp. Ég setti mig í samband við þetta ágæta fólk og spurði hvernig stæði nú eiginlega á þessu.

Þau hvísluðu í eyra mér að það væri vefsíða sem væri fyrir heildsölu en almenningur gæti verslað á og þar væru verð gefin upp. Ég þakkaði pent og lofaði að segja ekki neinum frá:
www.sdshobby.net

Ég prufukeyrði þau í fyrradag og pantaði nokkra smáhluti, borgaði með Pay Pal og lét senda mér frá Kína hingað til Hong Kong. Sendingin var með kínverska hálfbróður FedEx og tók 22 tíma og kostaði 5 US$.

Vildi deila þessu.

Kveðja,

Ingólfur.

Re: Cyclone Toy & Hobby

Póstað: 16. Okt. 2010 11:28:36
eftir Agust
Er þetta örugglega ekki prentvilla "22 tíma og kostaði 5 US$"? Ódýrara og fljótlegra en að panta frá Kebbblavík.

Re: Cyclone Toy & Hobby

Póstað: 16. Okt. 2010 14:18:57
eftir INE
Nei, alls ekki prentvilla en NB ég er í Hong Kong og þetta kom frá Mainland China. Væri óskandi að þetta hefði verið til Islands :)

Það sem ég vildi koma á framfæri var að þeir virðast vera fljótir að afgreiða pantanir og koma þeim af stað.

Milljón dollara spurningin er svo hversu fljótt geta þeir komið vöru til Islands..

Kær kveðja frá Hong Kong.

Ingólfur