Re: Saga með boðskap
Póstað: 19. Des. 2010 19:48:43
Þetta er saga með boðskap
C-130 flutningavél ruslaðist áfram þegar lífleg F-16 skaust framhjá. Flugmaðurinn í þotunni ákvað að skemmta sér smá.
Hann kallaði upp flugmanninn í C-130 og sagði "Sjáðu þetta!" og svo tók hann svakalega tunnuveltu og síðan beint strik upp í bratt klifur. Hann lauk sýningunni með því að sprengja sig í gegnum hljóðmúrinn. Eftir allt þetta spurði hann flugmanninn í Herkúlesinum hvernig honum hefði litist á þetta.
C-130 flugmaðurinn sagði "Þetta var aðdáunarvert, en sjáðu þetta!"
C-130 brummaði áfram í beina línu í fimm mínútur og þá kallaði C-130 flugmaðurinn aftur í þotuflugmanninn og sagði "Hvað fannst þér um þetta?"
F-16 flugmaðurinn var undrandi "Hvað í fjandanum gerðir þú eiginlega?" spurði hann.
C-130 flugmaðurinn hló góðlátlega og sagði "Ég stóð upp, teygði úr fótunum, gekk aftur í, fékk mér að míga og svo sótti ég mér kaffibolla og kanilsnúð."
Og boðskapurinn er....
Þegar maður er ungur og heimskur, þá virðast hraði og flott tilþrif vera eitthvað gott!
Þegar maður er eldri og kominn með vit, þá veit maður að þægindi og leiðindi eru bara alveg ágæt!
Við gömlu skarfarnir föttum þetta.
C-130 flutningavél ruslaðist áfram þegar lífleg F-16 skaust framhjá. Flugmaðurinn í þotunni ákvað að skemmta sér smá.
Hann kallaði upp flugmanninn í C-130 og sagði "Sjáðu þetta!" og svo tók hann svakalega tunnuveltu og síðan beint strik upp í bratt klifur. Hann lauk sýningunni með því að sprengja sig í gegnum hljóðmúrinn. Eftir allt þetta spurði hann flugmanninn í Herkúlesinum hvernig honum hefði litist á þetta.
C-130 flugmaðurinn sagði "Þetta var aðdáunarvert, en sjáðu þetta!"
C-130 brummaði áfram í beina línu í fimm mínútur og þá kallaði C-130 flugmaðurinn aftur í þotuflugmanninn og sagði "Hvað fannst þér um þetta?"
F-16 flugmaðurinn var undrandi "Hvað í fjandanum gerðir þú eiginlega?" spurði hann.
C-130 flugmaðurinn hló góðlátlega og sagði "Ég stóð upp, teygði úr fótunum, gekk aftur í, fékk mér að míga og svo sótti ég mér kaffibolla og kanilsnúð."
Og boðskapurinn er....
Þegar maður er ungur og heimskur, þá virðast hraði og flott tilþrif vera eitthvað gott!
Þegar maður er eldri og kominn með vit, þá veit maður að þægindi og leiðindi eru bara alveg ágæt!
Við gömlu skarfarnir föttum þetta.