Ekki geyma CA límið við hliðina á augndropunum

Kanntu skemmtilegar sögur? Eða veistu um sniðug vídeó?
Svara
Passamynd
kip
Póstar: 564
Skráður: 24. Apr. 2006 13:44:49

Re: Ekki geyma CA límið við hliðina á augndropunum

Póstur eftir kip »

Kristinn Ingi Pétursson
Netfang: kip[hjá]kip.is | vefsíður: www.kip.is og www.stafn.is | Sími: 650 5252
Passamynd
Gaui
Póstar: 3835
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Ekki geyma CA límið við hliðina á augndropunum

Póstur eftir Gaui »

Samkvæmt fréttinni urðu samt engin slæm eftirköst: bara klippa augnhárin og augnalokið var laust.

Ég er sjálfur búinn að prófa ýmislegt í sambandi við sekúndulím og það versta virðist vera ofnæmi í öndunarvegi sem sumir fá. Ég er búinn að líma saman á mér puttana og hendurnar og líma ýmsa hluta margra módela við hina og þessa útlimi. Ég er meira að segja búinn að prófa að sprauta gusu af sekúndulími upp í mig (segi þá sögu ef einhver vill hlusta) án þess að það hafi skaðað mig mikið. Og Árni Hrólfur náði meira að segja að líma konuna sína við væng!

Það er vert að fara varlega, en límið er ekki lífshættulegt.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
hrafnkell
Póstar: 247
Skráður: 10. Maí. 2010 15:58:22

Re: Ekki geyma CA límið við hliðina á augndropunum

Póstur eftir hrafnkell »

cyanoacrylate (tonnatak / sekúndulím) var upphaflega hannað til að nota til að loka sárum, þannig að það er ekkert eitrað. Bara ekki líma munn saman og loka nefinu :)
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Ekki geyma CA límið við hliðina á augndropunum

Póstur eftir Agust »

Hvað gerði Árni Hrólfur þegar hann var búinn að líma vænginn á konuna? Setti hann mótor á hana eða dró hann hana á loft? Notar hann hana kannski í hangi?
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Haraldur
Póstar: 1409
Skráður: 20. Maí. 2005 15:19:44

Re: Ekki geyma CA límið við hliðina á augndropunum

Póstur eftir Haraldur »

Já, ég vil fá að heyra söguna um þegar Árni lýmdi konuna við vænginn.
Passamynd
Pétur Hjálmars
Póstar: 220
Skráður: 5. Mar. 2005 02:23:49

Re: Ekki geyma CA límið við hliðina á augndropunum

Póstur eftir Pétur Hjálmars »

Já ég skil Guðjón !!!
Svona lím geta komið í veg fyrir hjónaskilnaði ???? merkilegt.

Þú ert svo spakur Guðjón.

Takk fyrir uppl.

Bara grín hjá kallinum ha, ha,.

Gleðileg jól gamli norðanvindur..
Kv. Pétur sunnanvindur og 15 gráðu frost .....!
Pétur Hjálmars
Passamynd
Guðjón
Póstar: 841
Skráður: 5. Jún. 2008 18:18:01

Re: Ekki geyma CA límið við hliðina á augndropunum

Póstur eftir Guðjón »

[quote=Gaui]... án þess að það hafi skaðað mig mikið...

:cool:[/quote]
Ertu viss?
Kv. Guðjón Bergmann, s: 6690069
---
"Ég vona að dag einn verði ég eitthvað meira en meðlimur" - Guðjón Bergmann, meðlimur
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11654
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Ekki geyma CA límið við hliðina á augndropunum

Póstur eftir Sverrir »

[quote=hrafnkell]cyanoacrylate (tonnatak / sekúndulím) var upphaflega hannað til að nota til að loka sárum, þannig að það er ekkert eitrað. Bara ekki líma munn saman og loka nefinu :)[/quote]
Ekki get ég verið alveg sammála þér þar, formúlan kemur frá vinum okkar hjá Kodak og var fyrst uppgötvuð á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar.

[quote=http://en.wikipedia.org/wiki/Cyanoacrylate]Cyanoacrylates were invented in 1942 by Dr. Harry Coover and Fred Joyner of Kodak Laboratories during experiments to make a transparent plastic suitable for gun sights. Although not appropriate for the gun sights, they did find that cyanoacrylates would quickly glue together many materials with great strength. Seeing possibilities(nokkrum árum síðar - innskot höfundar) for a new adhesive, Kodak developed "Eastman #910" (later "Eastman 910") a few years later as the first true "super glue."[/quote]
[quote=http://www.straightdope.com/columns/rea ... in-vietnam]The use of cyanoacrylate glues in medicine was considered fairly early on. Eastman Kodak and Ethicon began studying whether the glues could be used to hold human tissue together for surgery. In 1964 Eastman submitted an application to use cyanoacrylate glues to seal wounds to the United States Food and Drug Administration (FDA). Soon afterward Dr. Coover's glue did find use in Vietnam--reportedly in 1966 cyanoacrylates were tested on-site by a specially trained surgical team, with impressive results.

* * *

...in 1998 the FDA approved 2-octyl cyanoacrylate for use in closing wounds and surgical incisions, and in 2001 approved it for use as a "barrier against common bacterial microbes including certain staphylococci, pseudomonads, and Escherichia coli" (reference 2). This latest incarnation was marketed under the name Traumaseal as well as the more popular Dermabond.

* * *

Is it safe to use ordinary household cyanoacrylate glue as a medical glue? According to Reference 7, most cyanoacrylate glues not designed specifically for medical use are formulated from methyl-2-cyanoacrylate, since it produces the strongest bond. Not only can such glues irritate the skin, during polymerization they can generate significant heat, to the point of causing skin burns.[/quote]
Það er samt full ástæða til að fara varlega og anda ekki of miklu af líminu að sér, talað er um að 5% manna geti, við ítrekaða innöndun myndað flensulík einkenni og húðofnæmi við snertingu. Og í einstaka tilfellum getur innöndun valdið astmakasti!

Svo er líka hægt að búa til eld með vænum skammti ef sýrulími og bómull!
Icelandic Volcano Yeti
Svara