Dagana 09-16 október 2004 verður haldin heimsmeistarakeppni í hangflugi módelsvifflugvéla F3F nefnt “Viking race”, keppnin verður haldin í Þýskalandi Isle of Rügen/ Cape Arkona.
þrír keppendur eru í hverju liði. Ísland má senda eitt lið til keppninnar, en fjölmennari lönd geta sent fleirri lið allt að þremur en hámarks fjöldi allra keppenda eru sjötíu. Mörg lið eru með aðstoðarmenn sem hlaupa með svifflugurnar og skutla þeim út í hangið, ef mjótt er á mununum milli keppanda getur góður skutlari skipt sköpum að ná góðu starti.
Mikill áhugi keppenda allstaðar að úr heiminum er á þessari keppni nú 2004 og er þegar yfirbókað og eru nú skráðir 78 keppendur í von um að einhverjir detti út.
allar upplýsingar um keppnina hér: http://www.f3f.de/viking/index.htm
Þáttakendur fyrir Íslands hönd eru Íslandsmeistarinn Böðvar Guðmundsson er með rásnúmer 51, ásamt Guðjóni Halldórssyni nr. 52 og Rafni Thorarensen nr. 53. Þessir Íslensku víkingar hafa æft af kappi nú í sumar fyrir keppnina.
SENDA - LOFTNETSGÆSLA á Viking race 2004
Nýlunda varðandi sendagæsluna er að keppendur fá að hafa sendana sjálfir en Loftnetin sem eru sér merkt keppendunum eru skrúfuð af sendunum til að gera hann óvirkann og geimd þar til röðin er komin að keppandanum að fljúga þá fær hann afhent loftnetið sitt og þarf að skila því aftur að flugi loknu.
Úr dagskrá:
saturday, 9. Oktober 2004
09:00to 19:00 o'clock registration at the office of organisation ( Ruegenhof Arkona in Putgarten ), validation and marking the models
10:00 o'clock begin of the official training at given slope
18:30 o'clock last run for training
20:00 o'clock official opening at the Ruegenhof Arkona in Putgarten by Mrs. Kerstin Kassner (authorithy of the area "Isle of Ruegen"), presentation of the competitors and flying the flags, welcome campfire, sucking pig, draught beer
Ísl. keppendurnir munu koma nokkrum dögum fyrir keppnina til að æfa sig við aðstæðurnar þarna úti, þetta eru svipaðar aðstæður og eru að fljúga hang á Stefánshöfða, það er flogið yfir vatni og brekkurnar eru allar frekar lágar.
Kv Böðvar
