Síða 1 af 1

Re: S.M Services Bretland

Póstað: 16. Maí. 2006 09:45:13
eftir Messarinn
Sælir allir

Hérna hef ég verslað og líkar vel, þessir eru með ýmiskonar rafbúnað fyrir RC flugvélar
Linkurinn á heima síðu þeirra er http://www.smservices.net/

Mynd

Ég er sérstaklega hrifin af þessum "Onboard glo" rafbúnaði og er að nota
hann í Taifun-inum mínum fyrir Ys110 mótorinn

Mynd

Kv Gummi-Messarinn

Re: S.M Services Bretland

Póstað: 18. Maí. 2006 00:27:41
eftir Þórir T
hvað var þessi búnaður að kosta heim kominn?

er hægt að kveikja og slökkva á honum handvirkt á flugi, óháð staðsetningu á throttlu?

mbk
Tóti

Re: S.M Services Bretland

Póstað: 18. Maí. 2006 01:00:31
eftir Sverrir
Þessi græja virkar miðað við stöðu bensíngjafarinnar og ræður við allt að tvo mótora. Það er 4 sec. töf á því að hún slökkvi á sér frá því að bensíngjöfin fer upp fyrir efri mörkin.

Það er spurning hvar tollurinn setur tækið, mín SMS tæki hafa verið keypt úti hingað til svo Gummi getur kannski svarað því hvað hann borgaði. Ég hefði annars haldið að þetta félli undir tollaflokk 8511: 7.5% Rafræsi- eða rafkveikibúnaður fyrir brunahreyfla.