Sælir allir
Colorscemið eru við bræður búnir að finna er af P38 "Glacier Girl" sem nauðlenti á Grænlandsjökli.
Snemma morguns 15 Júlí 1942 voru 6 Lockheed P-38 flugvélar að
fylgja tveimur B-17 sprenguvélum til Íslands þegar þær lentu í vondu veðri,
Sterkur mót vindur og minnkandi eldsneyti neyddu þær til að snúa við og
nauðlenda á austurströnd Grænlands, eftir nokkra daga á jöklinum
voru flugmönunum bjargað og flugvélarnar skildar eftir og átti að sækja þær seinna
50 árum seinna eða árið 1992 fóru um 40 manns í leiðangur undir stjórn
athafnamannsins Roy Shoffner frá Middlesboro USA til Grænlands og boruðu 75 metra
niður í ísinn til þess að komast að einni P-38 vélinni þar sem þeir skrúfuðu hana í
sundur og drógu upp á yfirborðið.
10 árum síðar,26 oktober 2002 eftir þúsunda klst vinnu,flaug P-38 flugvélin aftur
sem þeir björguðu úr ísnum og kölluðu hana "Glacier Girl"
Slóðin á Lost Squadron er :
http://www.thelostsquadron.com/
Meira seinna