Fyrir utan að vera talsvert nettari en fyrri Jetcat mótorar þá eru aðrar nýjungar t.d. einungis ein eldsneytisslanga að mótor, segulrofar eru inn í mótornum, ein rafmagnssnúra, hitaskynjari er ekki lengur utanáliggjandi og komið er nýtt ECU v10 sem er talsvert nettara.
Sagt er að hann eigi að koma út í Júní en það þýðir væntanlega að hann kemur ekki fyrr en á JetPower!
Hérna sést hvað þarf um borð, fyrir utan mini GSU-ið neðst til vinstri, enda ekki oft sem maður þarf að draga það upp fyrir Þotuköttinn. Talsverður munur frá því sem þarf að hafa í dag og sjálfsagt munum við sjá nýjar útgáfur af núverandi mótorlínum í náinni framtíð sem notfæra sér þessar tækninýjungar.
Jesus Jets á Spáni voru með annann minni og afflmeiri fyrir ca. 4 árum.
Við þurfum að skoða það betur , ef kallinn er ekki dauður,, hann var 79 ára þá.