Síða 1 af 5

Re: Pitts S1 Electric

Póstað: 13. Mar. 2011 15:33:29
eftir Jónas J
Sælir......

Mér áskotnaðist þetta líka fína kitt af Pitts s1. Hún er víst búin að liggja lengi í bílskúr hér í bæ og fannst eigandanum tími til að hún færi að fara saman.

Mynd

Fyrri eigandi var eitthvað aðeins byrjaður...
Mynd

Mynd
Nýi eigandinn eitthvað aðeins byrjaður líka.......

Svo er spurning hvort maður eigi að setja rafmagns mótor í hana eða glóða mótor ?

Re: Pitts S1 Electric

Póstað: 13. Mar. 2011 15:58:37
eftir Fridrik
Flott vél,

Ég myndi setja rafmagn í hana orðnir svo góðir rafmagnsmótorarnir og Rafhlöðurnar

kv
Friðrik

Re: Pitts S1 Electric

Póstað: 13. Mar. 2011 17:10:41
eftir Eysteinn
Góður!!! Þú ert óstöðvandi, kláraðir eina fyrir viku og strax byrjaður á annari ;)
Rafmótor er málið, ætti að henta vel í þessa...

Kveðja,

Re: Pitts S1 Electric

Póstað: 13. Mar. 2011 17:31:33
eftir Sverrir
Raf alla leið!

Re: Pitts S1 Electric

Póstað: 13. Mar. 2011 18:14:48
eftir Gaui
Ég ætla að leggja til almennilegan glóðarhausmótor með alvöru hljóði, eins og allir sannir karlmenn nota ;)

:cool:

Re: Pitts S1 Electric

Póstað: 13. Mar. 2011 18:43:04
eftir Árni H
Er ekki rafmagn málið - blasta bara Lycominghljóðinu í ipodinum meðan maður flýgur? :D

Re: Pitts S1 Electric

Póstað: 13. Mar. 2011 21:31:52
eftir Sverrir
[quote=Gaui]Ég ætla að leggja til almennilegan glóðarhausmótor með alvöru hljóði, eins og allir sannir karlmenn nota[/quote]
Sannir karlmenn nota hárblásara til að knýja módelin sín! ;)

Re: Pitts S1 Electric

Póstað: 13. Mar. 2011 21:55:25
eftir Jónas J
Já ég er mikið að spá í rafmagnið :)

Re: Pitts S1 Electric

Póstað: 16. Mar. 2011 16:23:52
eftir Jónas J
Hvernig rafmótor mæla menn með í svona vél ?
Þeir segja" Fluggewicht ca. 1450 g" veit ekki hvort að það sé með eða án mótor.
Önnur mál:
Spannweite oben 1000 mm
Spannweite unten 960 mm
Rumpflänge 900 mm
Flächeninhalt oben 17,28 dm²
Flächeninhalt unten 16,56 dm²
Höhenleitwerksinhalt 4,5 dm²
Gesamtflächeninhalt 38,34 dm²
Gesamtflächenbelastung ca. 37,8 g/dm²
Maßstab 1 : 5,28

Og hana nú, datt ekki í hug að reyna að þýða þetta...... ;)

Re: Pitts S1 Electric

Póstað: 16. Mar. 2011 20:57:26
eftir Ólafur
Þessi gæti dugað fyrir módel sem vegur ekki þýngra en ca 1.5 kg

http://www.hobbyking.com/hobbyking/stor ... oduct=2098

Kv
Lalli