Síða 1 af 5
Re: Airacobra P-39
Póstað: 30. Apr. 2011 13:04:15
eftir Ólafur
Þá er næsta verkefni komið upp á smiðaborðið
Kv
Lalli
Re: Airacobra P-39
Póstað: 30. Apr. 2011 13:54:36
eftir Haraldur
Get ég smittast af þessari orku sem þú hefur?
Re: Airacobra P-39
Póstað: 30. Apr. 2011 16:45:56
eftir gudniv
ofvirkur múrari...

Re: Airacobra P-39
Póstað: 30. Apr. 2011 17:06:49
eftir Ágúst Borgþórsson
Það er aldeilis handagangur á smíðaborðinu þínu Lalli.
Þú mátt ekki nota slaghamarinn á þessa

Re: Airacobra P-39
Póstað: 30. Apr. 2011 20:59:44
eftir Ólafur
Já er i stuði þessa dagana enda aldrei að vita ef maður verður sendur eitthvað út i buskan vegna vinnunar.
Re: Airacobra P-39
Póstað: 3. Maí. 2011 22:37:40
eftir Messarinn
Góður Ólafur alltaf magnað að fá fleiri "War bird-a" í flugflotan
Ætlaru að setja rafmagnsmótor í hana?
Kv Messarinn
Re: Airacobra P-39
Póstað: 4. Maí. 2011 06:30:37
eftir Ólafur
Það verður að öllum likindum 60 glóðamótor undir húddinu á þessari.
Re: Airacobra P-39
Póstað: 28. Ágú. 2011 20:28:26
eftir Ólafur
Þá er þetta byrjað hjá mér en hef verið latur við að taka myndir.
Smiðin hefur gengið hægt sökum vinnu minnar við Búðarhálsvirkjun.
Hérna koma þó fyrstu myndir.
Kv
Lalli
Re: Airacobra P-39
Póstað: 28. Ágú. 2011 22:53:54
eftir Gaui
Varstu búinn að velja þér fyrirmynd? Þú veist að þessar vélar voru notaðar hér á landi, bæði hér fyrir norðan og eins á Suður Íslandi.

Re: Airacobra P-39
Póstað: 29. Ágú. 2011 07:27:14
eftir Ólafur
Nei Gaui ég var ekkert farin að hugsa fyrir þvi.
Mig langar þó að það sé allt annar handleggur að sprauta þessa vél og mig vantar alveg helling af upplýsingum frá ykkur um hvernig maður undirbýr balsan undir sprautun. Hvaða efni eru best að nota? Aðferðir osf.
Heimild úr grein af netinu sem ég fann.
"Vél af þessari gerð hrapaði við Miklafell á Austu Síðu afrétti haustið 1942 og fannst tveimur árum síðar. Flugmaðurinn lét þar lífið og hefur verið okkur fjallmönnum innan handa síðan."
Kv
Lalli