Síða 1 af 1

Re: Vantar ráð frá vitringum

Póstað: 11. Jún. 2011 16:56:03
eftir einarak
Þó þyrlan sé með JR móttakara þá þarftu ekkert endilega að eltast við að ná þér í JR stýringu, ef þú kaupir þér nýja stýringu þá fylgir yfirleitt allavega einn móttari þannig að þú getur skipt um þennan í þyrlunni.

Re: Vantar ráð frá vitringum

Póstað: 11. Jún. 2011 21:55:18
eftir Björn G Leifsson
Gott er að velja vörumerki (JR/Futaba/Hitec osfrv...) út frá því hvað félagarnir í kringum þig eru að nota. Ef margir í klúbbnum eru með eina tegund þá getur það verið kostur að fara sömu leið. JR valdi ég upphalfega út frá þessu prinsípi og hef ekki séð eftir því.
Þessi gerð sem þú spyrð um er 7 rása með Heli-stillingapakka svo það er sennilega gott byrjunarval. Ég mundi alls ekki velja einfaldari/mini stýringu allavega. Verðið ekki slæmt sýnist mér.
En hvort hún hentar vel eða mjög vel fyrir þyrluflug verða einhverjir snúðvængjasnillingar að úttala sig um.