Re: Bilaður rofi í módeli
Póstað: 19. Jún. 2006 20:09:30
Fyrir þrem vikum var ég að fljúga gömlum Kyosho Cap232. Hann gæti verið frá því um 1998. Eftir tvö flug varð ég var við truflanir og sá að ljósdíóðuspennumælirinn sýndi grunsamlega lág gildi þegar ég hreyfði stýripinnana. Ég tengdi módelið við hleðslutækið, hlóð rafhlöðuna, og afhlóð síðan. Þá sá ég að spennan sem hleðslutækið sýndi var mjög lág þegar álagið var um 1,5A. Ég taldi að rafhlaðan væri farin að gefa sig og setti nýja rafhlöðu í vélina núna um helgina.
Ég flaug síðan þrjú flug í gær, en varð annað slagið var við truflanir. Í þriðja fluginu keyrði um þverbak og lenti ég snarlega. Þar sem ég var með splunkunýja 1100 mAh rafhlöðu hlaut þetta að vera eitthvað annað en ég hafði talið. Eftir nokkrar vangaveltur beindist athyglin að rofanum. Þegar ég hreyfði við honum féll spennan á ljósdíóðumælinum greinilega. Oftast lítið, en stundum allnokkuð. Þetta var greinilega ekki hreint sambandsleysi, heldur líkara óhreinindum á snertum rofans sem orsökuðu spennufall.
Ég tengdi síðan gömlu rafhlöðuna (ársgömul 1100 mAh rafhlaða) beint við hleðslutækið, og virtist þá allt vera í lagi. Þetta styrkir mig í trúnni að rofinn sé bilaður og samband um hann orðið lélegt. Auðvitað verður vélinni ekki flogið fyrr en búið er að skipta um rofa.
Sem sagt, það sem ég taldi fyrst vera radíótruflun, síðan slappa rafhlöðu, virðist vera sambandsleysi í rofa. Rofinn gæti verið um 8 ára, og virðist sem farið sé að falla á snerturnar. Bilunin virðist ekki gera vart við sig fyrr en servóin fara að draga straum, þannig að þetta er nokkuð lúmsk bilun.
Ég flaug síðan þrjú flug í gær, en varð annað slagið var við truflanir. Í þriðja fluginu keyrði um þverbak og lenti ég snarlega. Þar sem ég var með splunkunýja 1100 mAh rafhlöðu hlaut þetta að vera eitthvað annað en ég hafði talið. Eftir nokkrar vangaveltur beindist athyglin að rofanum. Þegar ég hreyfði við honum féll spennan á ljósdíóðumælinum greinilega. Oftast lítið, en stundum allnokkuð. Þetta var greinilega ekki hreint sambandsleysi, heldur líkara óhreinindum á snertum rofans sem orsökuðu spennufall.
Ég tengdi síðan gömlu rafhlöðuna (ársgömul 1100 mAh rafhlaða) beint við hleðslutækið, og virtist þá allt vera í lagi. Þetta styrkir mig í trúnni að rofinn sé bilaður og samband um hann orðið lélegt. Auðvitað verður vélinni ekki flogið fyrr en búið er að skipta um rofa.
Sem sagt, það sem ég taldi fyrst vera radíótruflun, síðan slappa rafhlöðu, virðist vera sambandsleysi í rofa. Rofinn gæti verið um 8 ára, og virðist sem farið sé að falla á snerturnar. Bilunin virðist ekki gera vart við sig fyrr en servóin fara að draga straum, þannig að þetta er nokkuð lúmsk bilun.