
Vandamál: Batteríin sem drífa móttakara og kveikju í bensín (og nítró) vélum þarf að hlaða reglulega svo þau gagnist. Af hverju er þetta ekki eins og í bílnum þar sem maður hugsar ekkert um að hlaða batteríið (nema auðvitað þegar það er orðið gamalt og þreytt)?
Lausn?: Í bílnunum er tæki sem oftast er drifið með reim (viftureim) sem kallast alternator og gefur straum í það sem þarf og heldur geyminum hlöðnum.
Hvað er til?: Sullivan framleiða veigalítinn rafal til að setja á minni glóðarhausmotora og svo einhver fín dýrindi sem eru innbyggð í spinnerinn og virðist beint til peningastinnra þróunaraðila fyrir ómönnuð loftför.
Hvað væri fróðlegt að prófa: Ég fór eiginlega að hugsa um þetta þegar ég var að leika mér við að snúa einum svona brössless mótor í höndunum og datt þá í hug að auðvitað hægt að nota hann "öfugt" eins og aðra rafmótora, til þess að breyta hreyfingu í straum. Þetta væri kannski kjörið apparat til að nota á sama hátt og alternator í bíl og fljúga án þess að þurfa að vera að hlaða batteríin á jörðu niðri.
Kosturinn væri að han notar engin "kol" eða "bursta" sem eyðast og stela orku (sem sagt "brushless")
Gúgel frændi fann svo þetta þar sem svona mótor hefur verið möndlaður á þyrilvængju með heilmiklum tilfærslum.
Það ætti að vera frekar frekar auðvelt að smíða stöðuga, færanlega (til að strekkja reimina) festingu fyrir brössless mótor við hliðina á mótoröxlinum, fundið passandi kílreim, hjól á alternatoröxulinn og látið renna kílrauf í kasthjólið.
Þá er bara eftir að útbúa afriðil til að breyta þriggja fasa riðstraumnum í jafnstraum, filter til að jafna út sveiflur í straumnum (fá burt truflanir) og svo spennujafnara því útspennan breytist jú með snúníngshraðanum.
Einhver sem hefur pælt í þessu, fundið svona útbúnað eða jafnvel smíðað sjálfur?
Afriðilsbrú með sex díóðum fyrir 3 fasa:

Myndin fengin héðan