Gaui minntist um daginn á að ég hefði sett leynivopn í Extruna gömlu. Það þykir mér nú fulldjúpt í árina tekið hjá Gauja að kalla þetta leynivopn en þetta gæti nýst einhverjum fleirum en mér.
Ég föndraði mér sem sagt einfaldan "onboard glow driver" byggðan á þessari teikningu hér:

Ég notaði í þetta tvö ódýr AA hleðslubatterí úr Verkfæralagernum, venjulegan smellurofa og einhverjar afgangsleiðslur sem ég fann á borðinu hjá mér. Mig vantaði hins vegar kertahettu svo ég bjó hana til úr rafmangstengi, svokölluðu krónutengi. Ég lóðaði leiðsluna við tengið og setti svo krumpuhólka yfir allt saman, bara fyrir útlitið. Þetta smellpassar upp á kertið og festist vel.
Krónutengið mínus plastkápan:

Svona lítur þetta út komið á kertið - nett og aðgengilegt.

Ég mæli með þessu - þetta svínvirkar, ekkert bauk með punga og rafmagn á staðnum og tómagangurinn verður öruggari en áður. Það er ekkert aukadrasl tengt við glóðina, hún fer einfaldlega Á og Af handvirkt þannig að það er betra að hafa sæmilega stór batterí. Ég get ekkert fullyrt um hvort þetta hafi áhrif á endinguna á kertunum. Það kemur bara í ljós.
Kostnaðurinn er hverfandi, eiginlega bara batterí og rofi. Ég held að þetta kosti í kringum 1500 kr.
Kv,
Árni Hrólfur