Í ljós kom að tréverkið var illa límt. Það virðist sem látið hafi verið nægja zappa með súperlími.
Ég hef lent í þessu nokkrum sinnum áður, og eins og fleiri notað Sikaflex-11 (fæst í Byko) til að lagfæra líminguna. Sikaflex hefur það fram yfir epoxy að það helst gúmmíkennt og getur tognað um 10%. Sikaflex er hnausþykkt og fyllir því vel. Það hefur frábæra viðloðun. Eini ókosturinn er að það er lengi að "þorna", og má reikna með nokkrum sólarhringum áður en það nær fullum styrk.
Einn aðalkosturinn er hve gúmmíkennt þetta frábæra kítti er. Það virkar dempandi og minnkar verulega líkurnar á skaða við harkalega lendingu.
