Re: Leiðbeiningar fyrir JR X-378
Póstað: 10. Ágú. 2011 10:42:34
Einn af félögum mínum á JR stýringu af gerðinni X-378, sem er góð stýring með alls konar fídusum sem hægt er að stilla fram og til baka. Gallinn er bara sá að leiðbeiningarnar eru á ensku og hann er ekki það sleipur í því tungumáli að þærkomi honum að neinu gagni. Því bað hann mig að þýða nokkra valda kafla fyrir sig svo hann gæti notað stýringuna af fullum krafti.
Nú ætla ég að setja þetta hér inn öðrum til skemmtunar. Hægt er að nálgast leiðbeiningarnar á ensku af vef JR Radios. Ég tek ekki myndirnar út úr þeim, svo ef einhver ætlar að hafa fullt gagn af þessu, þá verður sá hinn sami að ná sér í eintak (ef hann á það ekki nú þegar - leiðbeiningar eiga það til að týnast!).

Athugið líka að þar sem þetta er þýðing, þá reyni ég að þýða ALLT! Líka hluti sem við höfum engin íslensk of yfir. Þess vegna eru ábendingar og leiðréttingar velþegnar.

Nú ætla ég að setja þetta hér inn öðrum til skemmtunar. Hægt er að nálgast leiðbeiningarnar á ensku af vef JR Radios. Ég tek ekki myndirnar út úr þeim, svo ef einhver ætlar að hafa fullt gagn af þessu, þá verður sá hinn sami að ná sér í eintak (ef hann á það ekki nú þegar - leiðbeiningar eiga það til að týnast!).

Athugið líka að þar sem þetta er þýðing, þá reyni ég að þýða ALLT! Líka hluti sem við höfum engin íslensk of yfir. Þess vegna eru ábendingar og leiðréttingar velþegnar.
