Síða 1 af 2

Re: Svifflug - Hang

Póstað: 22. Ágú. 2011 18:59:34
eftir Ingþór
Veit einhver um hvar eru góðir staðir til að hanga á, með möguleikum á lendingum?

Re: Svifflug - Hang

Póstað: 22. Ágú. 2011 21:14:00
eftir Sverrir

Re: Svifflug - Hang

Póstað: 22. Ágú. 2011 23:42:04
eftir Ingþór
takk fyrir það Sverrir, ég fann Stefánshöfða á slope.com, mjög gaman en svolítið erfitt að lenda í myrkri, gekk þó vel :)

Re: Svifflug - Hang

Póstað: 23. Ágú. 2011 07:03:59
eftir Flugvelapabbi
DRAUGAHLIÐARNAR sunnan við veginn hja Littlu Kaffistofuni, gott i vestan og norðan att, mosabreiður til að lenda a og ekki erfitt að fara upp gangandi.
Kv
Einar Pall

Re: Svifflug - Hang

Póstað: 23. Ágú. 2011 10:06:01
eftir Agust
Svo er auðvitað Hvolsfjallið við Hvolsvöll upplagður staður. Grasi gróið.

Re: Svifflug - Hang

Póstað: 23. Ágú. 2011 14:57:26
eftir Gaui
Flugvöllurinn á Blönduósi. Ég hef ekki flogið þar enn, en þar er alltaf norðanátt og brekkan er flott. Svo er auðvitað hægt að lenda á vellinum fyrir aftan sig.

Hér er mynd:

Mynd

Ef vel er að gáð, þá má sjá flotta brekku fyrir vestanátt efst á myndinni.

:cool:

Re: Svifflug - Hang

Póstað: 23. Ágú. 2011 21:50:08
eftir Ingþór
Takk fyrir það... í hvaða vindátt er Hvolsfjall best?
Er einhver góður staður fyrir norð-austan átt?
Annars lítur út fyrir lognmollu út vikuna :S týpískt þegar maður vill vind að það skuli vera logn.

Ég gerði aðra tilraun á Stefánshöfða í kvöld, í þetta sinn í björtu, það gekk betur að sjá vélina en í gær en það var ekki nóg vindur til að ég væri öruggur með hana, þorði ekki að koma inn og skrapa.
svo þarf ég örugglega að fikta aðeins í þingdarpunktinum á henni, færa hann framar.
Læt fylgja smá vídjó

Re: Svifflug - Hang

Póstað: 23. Ágú. 2011 22:21:13
eftir Gaui
Það hefði verið betra að vera nær. Lyftið er sterkara nær brúninni og þú sérð keppendur í hangi fljúga mjög nálægt til að hafa meira hang og fá meiri hraða.

Mynd

Þetta er ekki sérlega góð mynd, en hún sýnir þó hvernig lyftið er sterkast í eins konar fleig frá brúninn á ská upp. Ef maður er of langt í burtu, þá er vindurinn ekki farinn að snúast nóg upp í móti til að gefa gott lyft.

:cool:

Re: Svifflug - Hang

Póstað: 23. Ágú. 2011 22:30:56
eftir Gaui
Hvolsfjallið er frábært í su-vestan og vestan átt. Á góðum sumardögum kemur hafgolan upp úr hádegi og blæs fram undir kvöldmat beint á hlíðina.

Mynd

Þú getur labbað upp á fjallið upp skálina, eða farið hinum megin og fengið leyfi til að aka upp á það eftir traktorsslóða sem er notaður til að heyja túnið upp á því.

:cool:

Re: Svifflug - Hang

Póstað: 23. Ágú. 2011 22:47:07
eftir Ingþór
[quote=Gaui]Það hefði verið betra að vera nær. Lyftið er sterkara nær brúninni og þú sérð keppendur í hangi fljúga mjög nálægt til að hafa meira hang og fá meiri hraða.[/quote]
jú ég gerði mér grein fyrir því , en hún hafði soddan tendens til að tip stalla að ég bara þorði ekki að koma mikið nær, þarf að kynnast henni betur og sennilega setja þyngdarpunktinn framar til að fá meiri fart í hana.... eða setja bara mótorinn í svo maður geti alltaf beilað út