Til að auka gangöryggi í citabriunni minni (thunder tiger 54 4T.) var ég búinn að svipast um eftir "on board glow" búnaði. Nefnilega þegar hún var búinn að ganga hægagang lengi átti hún til að drepa á sér, einnig var hægagangurinn ekki nógu góður, en mallar rosa fínt með glóðina á. (ATH ég er búinn að liggja lengi yfir mótorstillingum bæði á high og low speed needle).
Vegna þess hversu við í sveitinni erum nýtnir þá datt mér bara í hug að búa svona til sjálfur. Prótotýpan er gerð úr einum mikrorofa, einni ljósdíóðu, einni AAA 950 ma ni-mh sellu og tveimur AA 1800 ma ni-mh sellum.
Virknin er einföld: Þegar throtlan er komin niður í ca 1/3-1/4 þá ýtir throtluservoið á mikrorofan og glóðarkertið fær glaðning.
Ég vildi hafa gaumljós til að vita hvenær rofinn smellur, og til að sjá hvenær sellurnar eru tómar, líka svo glóðin gleymist ekki á úti á velli.
Þá var auðveldast að finna ljósdíóðu (þær eru svo eyðslugrannar) enn á 1,2 v spennu eru þær afar daufar, þannig að ég raðtengdi eina AAA sellu bara fyrir díóðuna og lýsir hún núna mjög vel.
Þetta var allt saman einfaldara hjá mér vegna þess að ég hafði sett "remote glow" í vélina.
Svo á sunnudaginn var 02/07/06, gafst tækifæri á að prufa vesenið og allt svínvirkar, helst var vandi að drepa á það var svo góður hægagangur.
Með þennan útbúnað er hægt að hafa glóð á í 1 klst, enn þá þarf að hlaða glóðarbatteríin.
Að vísu er þetta bara prototýpa, tengi og allt er svolítið groddalegt en það má laga það.

Remote Glow

Gaumljósið er rauða leddan.

Svo smá skýringarmynd.
