Innan borðs glóð.

Eru ekki allir í stuði!?
Passamynd
Steinar
Póstar: 180
Skráður: 8. Jan. 2006 22:47:28

Re: Innan borðs glóð.

Póstur eftir Steinar »

Gaman að vita hvernig ykkur SUS (sérfræðingum að sunnan) lýst á nýja brallið á mér.

Til að auka gangöryggi í citabriunni minni (thunder tiger 54 4T.) var ég búinn að svipast um eftir "on board glow" búnaði. Nefnilega þegar hún var búinn að ganga hægagang lengi átti hún til að drepa á sér, einnig var hægagangurinn ekki nógu góður, en mallar rosa fínt með glóðina á. (ATH ég er búinn að liggja lengi yfir mótorstillingum bæði á high og low speed needle).
Vegna þess hversu við í sveitinni erum nýtnir þá datt mér bara í hug að búa svona til sjálfur. Prótotýpan er gerð úr einum mikrorofa, einni ljósdíóðu, einni AAA 950 ma ni-mh sellu og tveimur AA 1800 ma ni-mh sellum.
Virknin er einföld: Þegar throtlan er komin niður í ca 1/3-1/4 þá ýtir throtluservoið á mikrorofan og glóðarkertið fær glaðning.
Ég vildi hafa gaumljós til að vita hvenær rofinn smellur, og til að sjá hvenær sellurnar eru tómar, líka svo glóðin gleymist ekki á úti á velli.
Þá var auðveldast að finna ljósdíóðu (þær eru svo eyðslugrannar) enn á 1,2 v spennu eru þær afar daufar, þannig að ég raðtengdi eina AAA sellu bara fyrir díóðuna og lýsir hún núna mjög vel.
Þetta var allt saman einfaldara hjá mér vegna þess að ég hafði sett "remote glow" í vélina.
Svo á sunnudaginn var 02/07/06, gafst tækifæri á að prufa vesenið og allt svínvirkar, helst var vandi að drepa á það var svo góður hægagangur.
Með þennan útbúnað er hægt að hafa glóð á í 1 klst, enn þá þarf að hlaða glóðarbatteríin.
Að vísu er þetta bara prototýpa, tengi og allt er svolítið groddalegt en það má laga það.

Mynd


Remote Glow

Mynd

Gaumljósið er rauða leddan.

Mynd


Svo smá skýringarmynd.

Mynd
Always remember you fly an airplane with your head, not your hands.
Passamynd
Agust
Póstar: 2986
Skráður: 23. Apr. 2004 06:34:18

Re: Innan borðs glóð.

Póstur eftir Agust »

Þetta líst mér vel á.

Ég er búinn að vera með svona glóðarbatterí í minni gömlu Kyosho Cap 232 í allmörg ár. Mótorinn er OS70FS. Gangurinn er miklu betri, og svo er frábært að þurfa ekki að tengja kertið við rafhlöðu þegar startað er.

Bara ein ábending. Ljósdíóður eru yfirleitt notaðar þannig að viðnám er haft í seríu við díóðuna. Er það gert til þess að takmarka strauminn við hámark 20 milliamper, en venjulegar ljósdíóður þola ekki mikið meiri straum. Sjá umfjöllun hér: http://en.wikipedia.org/wiki/LED_circuits

Rauðar ljósdíóður þurfa 1,7-1,9 volt til að kvikni á þeim. Segjum 1,8V. Til að reikna út viðnámið notum við eftirfarandi formúlu:

Viðnámsgildi í ohm = (Batteríspenna - ljósdíóðuspenna) / ljósdíóðustraum.

Batteríspenna: 2,4V
Ljósdíóðuspenna: 1,8V
Ljósdíóðustraumur: 0,01A (10 milliamper)

Þá fæst (2,4-1,8) / 0,01 = 60 ohm. Næsta standardgildi er 56 ohm.

Einnig má nota reiknivélina hér: http://www.ngineering.com/LED_Calculators.htm

Þetta er útskýrt á vefsíðunni sem ég benti á, og þar er gefin upp ljósdíóðuspenna fyrir mismunandi liti á ljósdíóðum.

Líklega virkar þetta hjá þér án viðnáms, og án þess að ljósdíóðan brenni, þar sem rafhlöðuspennan er ekki mikið hærri en spennan sem þarf til að díóðan lýsi. Ef þetta virkar, þá er kanski óþarfi að breyta :-)

Það er snjallt hjá þér að gera þetta sjálfur, en ekki kaupa eitthvað rándýrt frá útlöndum!
Bestu kveðjur
Ágúst H Bjarnason
Þytur
http://www.agust.net
Passamynd
Steinar
Póstar: 180
Skráður: 8. Jan. 2006 22:47:28

Re: Innan borðs glóð.

Póstur eftir Steinar »

Takk fyrir ábendinguna. Gott að vita af þessum reiknivélum næst þegar maður brallar eitthvað.
Annars virkar þetta flott svona, en ef díóðan brennur fljótt þá veit maður hvað er að.
Always remember you fly an airplane with your head, not your hands.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11648
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Innan borðs glóð.

Póstur eftir Sverrir »

[quote=Steinar]Gaman að vita hvernig ykkur SUS (sérfræðingum að sunnan) lýst á nýja brallið á mér.[/quote]
Líst bara ansi vel á þetta hjá þér en þegar þú spyrð eftir SUS-urum ertu þá að leita eftir einhverjum úr Vestmannaeyjum :lol:
Finnst þú alla veganna vera ansi sunnarlega ;)

[quote=Steinar]Svo á sunnudaginn var 02/07/06, gafst tækifæri á að prufa vesenið og allt svínvirkar, helst var vandi að drepa á það var svo góður hægagangur.[/quote]
Nærðu að loka pústinu án þess að eiga á hættu að missa einhverja útlimi?
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Steinar
Póstar: 180
Skráður: 8. Jan. 2006 22:47:28

Re: Innan borðs glóð.

Póstur eftir Steinar »

Já já allveg hægt að loka pústinu. Bara galli þá er stundum allt yfirfullt. :/
Always remember you fly an airplane with your head, not your hands.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11648
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Innan borðs glóð.

Póstur eftir Sverrir »

Kostir og gallar :D

Hvað með að skella inn rofa í rásina?
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Steinar
Póstar: 180
Skráður: 8. Jan. 2006 22:47:28

Re: Innan borðs glóð.

Póstur eftir Steinar »

Lausnin er að losa betur "idle" Skrúfuna þá er málinu reddað.
Always remember you fly an airplane with your head, not your hands.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11648
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Innan borðs glóð.

Póstur eftir Sverrir »

Isss, alltaf fara menn auðveldu leiðina :D
Icelandic Volcano Yeti
Passamynd
Steinar
Póstar: 180
Skráður: 8. Jan. 2006 22:47:28

Re: Innan borðs glóð.

Póstur eftir Steinar »

Jabb!! Það var nefnilega takmarkið þegar ég byrjaði á veseninu...
Always remember you fly an airplane with your head, not your hands.
Passamynd
Sverrir
Site Admin
Póstar: 11648
Skráður: 17. Apr. 2004 03:33:31

Re: Innan borðs glóð.

Póstur eftir Sverrir »

Hehe, hvernig lítur annars út með flugveður hjá ykkur í kvöld?
Icelandic Volcano Yeti
Svara