Síða 1 af 1
Re: Móttakari
Póstað: 14. Des. 2011 10:34:34
eftir Gaui K
sá það í umfjöllun Hobbyking um móttakara að það ætti ekki að pakka móttakara inn í td.svamp vegna þess þeir gæti hitnað of mikið. Do not use foam to protect,the Futaba is heat sensitive,no wrapping in..place in protected area
Ég hef alltaf gert þetta og velti því fyrir mér hvort maður sé að gera vitleysu með þessu.
hafa menn einhverja skoðun á því?
kv,Gaui
Re: Móttakari
Póstað: 14. Des. 2011 10:39:42
eftir Jónas J
Ég hef alltaf pakkað móttakaranum í svamp svo að hann verði síður fyrir hnjaski.
Re: Móttakari
Póstað: 14. Des. 2011 11:20:03
eftir Haraldur
það fer eftir móttakara. Ef þeir erum með spennureglun og eru að fæða kraftmikil servo þá geta þeir hitnað. En móttakarar í "venjulega" trainera þeir eru ekki að hitna neitt að ráði.
Re: Móttakari
Póstað: 14. Des. 2011 13:38:45
eftir Agust
Hitamyndun í móttökurum ætti að vera mjög lítil. Hvað taka þeir mikinn straum? Kannski 50 mA.
50 mA ( 0,05 amper) og 5 volt eru aðeins 0,25 wött.
Útmerkið að servóunum eru aðeins spennupúlsar með púlsvíddarmótuðu merki. Inngangur servóanna (hvíti vírinn) tekur nánast engan straum, óháð stærð servóanna.
Þá er bara eftir mótorinn í servóinu sem er aflfæddur "frá" móttakarunum. Ég setti "frá" í gæsalappir því móttakarinn miðlar aðeins aflinu frá batteríinu um plús og mínus skinnurnar sem eru í viðtækinu, en það er koparleiðari með örlitlu spennufalli og lítilli hitamyndun.
Ég held því að hitamyndunin í venjulkegum móttökurum sé fjarska lítl og hættan á ofhitnun hverfandi.
Reyndar er nýju móttakarnir mínir þannig að ég get, ef ég kýs, knúið viðtækið með spennu frá 4,8V upp í 35V. Þá þarf ég þó að nota sérstakt batterí eða Battery Eliminator spennulækkara fyrir servóin, en þannig er oft innbyggt í hraðastýringuna. Engin merkjanleg hitamyndun þrátt fyrir þessa háu spennu. Ég get líka valið að nota venjulega batterítengingu. Fyrri kosturinn er heppilegur því þá er engin hætta á "brown out" viðtækisins ef servóin taka mjög mikinn straum þannig að spennan fellur niður fyrir það sem viðtækið ræður við, t.d. 3,5V, sem veldur eins konar yfirliði viðtækisins skamma stund. Annar kostur er að þannig get ég fjarmælt mótor-batterí-spennuna í vélinni.
Sem sagt, ég held að Tómstundakóngurinn sé að misskilja eitthvað. Um að gera að nota svamp!
(Kannski er bara svona heitt í Kína

)
Re: Móttakari
Póstað: 14. Des. 2011 14:29:11
eftir Sverrir
Hef grun um að þetta stafi af „byrjunarörðugleikum“ sem Futaba lenti í með nokkrar týpur af 2.4 móttökurunum sínum. Þeir þoldu ekki vel að hitna yfir ~40°C í módelum á heitari svæðum hnattarins. Það er löngu búið að kippa þessu í liðinn og þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af.
Re: Móttakari
Póstað: 14. Des. 2011 21:30:50
eftir Messarinn
[quote=Sverrir]Hef grun um að þetta stafi af „byrjunarörðugleikum“ sem Futaba lenti í með nokkrar týpur af 2.4 móttökurunum sínum. Þeir þoldu ekki vel að hitna yfir ~40°C í módelum á heitari svæðum hnattarins. Það er löngu búið að kippa þessu í liðinn og þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af.[/quote]
Allavega ekki hér hjá okkur hér á norðu hjara

hægt er að vefja upp mótakarana í svap og hafa endana opna þá ætti að lofta aðeins um þá
Re: Móttakari
Póstað: 14. Des. 2011 23:16:45
eftir Gaui K
já hefði nú getað sagt mér þetta sjálfur svo sem :rolleyes: hef þá bara áfram í svampi
