Félagi minn kaupir stundum alls konar dra... eh dót frá vinaþjóð okkar í austri. Nýlega keypti hann batterí til þess að drífa spennujafnara sem svo er tengdur i DSLR myndavél fyrir langar time-lapse tökur.
Hleðslutæki fylgdi. Eins og gerist með langmest af því sem hingað er flutt frá landinu stóra þá fór tækið upp í reyk um leið og það var sett í samband.
Andinn slapp sem sagt úr flöskunni í orðsins fyllstu merkingu.
Hinn mikilvægi hvíti reykur sem heldur kínatækjum gangandi, slapp út úr hleðslutækinu og út í andrúmsloftið og þar með var sælan búin. Eftir situr hann með rafhlöðuna sem virðist ekki hafa orðið fyrir skaða (ennþá?).

Þar sem þessi vinur minn telur mig vera alvitran á þessu sviði

En nú verðið þið að hjálpa mér að halda mannorðinu.
Ég ætlaði að láta hann hafa gamalt hleðslutæki með LiIon stillingu en þegar ég las á miðann á hlöðunni runnu á mig tvær grímur.
Vandinn er sá að kvikyndið er samkvæmt miðanum af gerðinni Lithium Ion og spennan er sögð 12 volt sem ekki alveg stemmir við það sem við erum vanir eða hvað?
LiIon stillingin á mínum tækjum er fyrir 11.1 volt. Það eru rétt rúm 12 volt á hlöðunni án álags.
Kannast einhver við LiIon hlöður sem eru 12 volt "nominal"? Hvaða hleðslutæki væri óhætt að nota?
Á hlöðunni stendur að hlaða eigi með 12.6v inn. Kannski er óhætt að nota tímarofa á þetta en öryggisvitund mín hvíslar því að mér að það væri frekar óviturlegt að treysta á guð og lukkuna í svona.