Mig langar núna í svona E-flite blade mCPx.
Svo hvað varðar hvernig á að byrja þá eru til 1000 svör, sjálfur byrjaði ég á:
1. - FP smáþyrlu - Century Humingbird v1
2. - 30 nitro - Kyoso Nexus
3. - Dellu pakkinn
(a - 30 nitro - Raptor 30
(b - 50 nitro - Raptor 50
(c - Simmi - Reflex XTR
4. - Litlar rafmagnsþyrlur - td. e-flite lama v3
5. - 80cc bensín -

6. - 90 nitro - Raptor 90
Þetta hefur gengið nokkuð vel hjá mér svo ég get ekki mælt eingöngu með því að menn byrji á simma og nitro þyrlu.
Ég held að menn geti bara byrjað nokkurn veginn eins og þeim henntar svo lengi sem þeir lesa sig vel til um hvað þeir eru með í höndunum. Viti hvað er leikfang og hvað er alvöru.
Svo fer það líka svolítið eftir því hvernig flugi menn hafa áhuga á að stefna í, hvaða leið henntar best til að ná sem fljótasta árangri.
Þá skipti ég í 3D / F3C / Scale
3D. Þá held ég að best sé að byrja á simma, svo "ódýra" 30 eða 50 nitro (eða 450/600 e) og svo FBL 50 eða 90 þyrlu (eða FBL 600/700 e). Það er líka hægt að fá sér fyrst "ódýra" td 50 nitro og uppfæra hana svo í FBL og jafnvel öflugri mótor.
F3C. Best að byrja á Simma, Simma og simma, svo dýra FBL þyrlu strax.
Scale. Fyrst Simmi svo eitthvað ódýrt og svo scale.
Þessar litlu ódýru inniþyrlur eru máttlausar, erfiðar í stillingum, frekar ónákvæmar í flugi og eiga í raun ekkert voðalega mikið sameiginlegt hefðbundnu RC þyrluflugi, þetta segji ég þó án þess að hafa prufað margar svona þmt. ekki prufað E-flite blade mCPx.
Kosturinn sem ég sé við góðu smáþyrlurnar er að:
A) geta sýnt konunni hvað ég er duglegur
B) æfa nose inn, pyroflug og afturábak flug
en þetta er líka hægt að æfa í simmanum.
Kostirnir við nitro:
- Þegar bensínið klárast er það bara að fylla á og fara í loftið aftur
- Bara einn tankur af bensíni í loftinu í einu ef maður krassar skemmist ekki dýrt batterí.
- Maður er bara meira töff með bensínmótor er batterí
Ókostir við nitro:
- Getur orðið "sóðalegt"
- Meiri hávaði
Kostirnir við batterí:
- aldrei vesen að setja í gang
- litlar líkur á gangtruflunum
- minni hávaði
Ókostirnir við batterí:
-dýrt að eiga mörg sett af batteríum
-stuttur endingartími
-þurfa dýr hleðslutæki
-viðkvæm í geymslu
Svo með fjarstýringarnar... af trúarlegum ástæðum get ég bara mælt með
FUTABA.
Það getur oft borgað sig á að kaupa notað fyrst, fæst oft ódýrt. skoðaðu þessar:
http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=5344
http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=5364
http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=2518
Og svo getur þú líka
póstað inn auglýsingu þar sem þú óskar eftir að kaupa þyrlu.
Og ef ég á að mæla með einhverjum simma þá mæli ég með hvaða simma sem er sem hægt er að tengja sína eigin stýringu við, það viðheldur batteríinu í stýringunni, kunnáttu manns á stýringuna og venur mann við takkastaðsetningar. Bara kostir.
Gangi þér vel
Kveðja
Ingþór