Síða 1 af 2

Re: Íslandsmót í hangflugi 2012

Póstað: 18. Jan. 2012 21:42:42
eftir Böðvar
Mynd

Íslandsmót í hangflugi F3F 2012 verður haldið laugardaginn 14.07. sunnudagur 15.07 varadagur.
Hvar keppnin fer fram er háð hvaðan vindar blása og verður því ákveðið þegar nær dregur.

Í sumar þegar veður verður gott til hangflugs, verða þeir sem áhuga hafa á að æfa hangflug, látnir vita með SMS skilaboðum.

Gaman er að geta þess að erlendir hangflugsmenn hafa sýnt áhuga á að taka þátt í mótinu sem gestir.

Umsjón: Rafn Thorarensen S/8927799 og Böðvar Guðmundsson S/8664465

Re: Íslandsmót í hangflugi 2012

Póstað: 18. Jan. 2012 21:53:37
eftir Böðvar
Hér er ljósmynd frá hangflugi fyrri ára
Mynd

Re: Íslandsmót í hangflugi 2012

Póstað: 4. Júl. 2012 19:17:07
eftir Böðvar
Hvar eða hvort Hangmótið verður haldið er háð veðri og vindum. Þeir sem hafa áhuga að taka þátt eða hjálpa til við mótshaldið hafi samband við Böðvar: 8664465 eða Rafn: 892-7799. Hangflugsæfingar verða stundaðar næstu dagana ef veður leyfir og þeir sem vilja geta fengið sent SMS ef stendur til að fara í Hangflug.


Re: Íslandsmót í hangflugi 2012

Póstað: 12. Júl. 2012 13:14:03
eftir Böðvar
Mótstaður Draugahlíðar.

Mæting við Littlu kaffistofuna kl. 13 laugardaginn 14. júlí 2012. Allir sem áhuga hafa að hjálpa til við mótshaldið eru velkomnir, það vantar alltaf menn í hliðvörslu og tímatöku.

Re: Íslandsmót í hangflugi 2012

Póstað: 12. Júl. 2012 14:43:45
eftir Böðvar
Draugahlíðar, Vestur og Norðurhangið
Mynd

Re: Íslandsmót í hangflugi 2012

Póstað: 13. Júl. 2012 09:03:38
eftir gudjonh
Mæli með kakóinu og kleinunni í Littlu Kaffistofunni

Re: Íslandsmót í hangflugi 2012

Póstað: 13. Júl. 2012 12:00:00
eftir Gauinn
[quote=gudjonh]Mæli með kakóinu og kleinunni í Littlu Kaffistofunni[/quote]
Besta og skemmtilegasta sjoppa landsins.

Re: Íslandsmót í hangflugi 2012

Póstað: 13. Júl. 2012 12:22:54
eftir Böðvar
Þetta lítur bara mjög vel út fyrir hangflug á morgun í norður hanginu á Draugahlíðum.
Veðurstofan:
http://www.vedur.is/vedur/spar/stadaspar/sudurland/

Góð þáttaka virðist ætla að verða og einhverjir ætla að koma og aðstoða við mótshaldið ekki veitir af og öll aðstoð er vel þegin. Það fer mestur tími að koma stöngunum fyrir á brekkubrún.

Sjáums hressir á morgun við Litlu kaffistofuna

Re: Íslandsmót í hangflugi 2012

Póstað: 13. Júl. 2012 14:32:00
eftir gudjonh
Já, þetta með sjoppuna. Stalst í gærkvöldi í Hamranes með Minigrapit (http://www.fvk.de/Englisch/Mini-Graphite.html) og fann smá bólu með fuglunum. Þetta er fyrsta flugið mitt í ár fyrir utan 3 spilstört á Höskuldarvöllum í vor. Skrapp aðeins í bæinn í morgun, véli var enþá í bílnum. Ákvað að kíkja niðu að strönd í Garaðbæ, þar er ca. 5 m bakki í fjörunni og oft fugl í hangi. Það var 5 m/s vindur beint á brekkuna. Flaug nokkra hringi. Þarna er líka flott kaffihús (http://www.facebook.com/Himinnoghaf). Verð ég í fyrsta sæti á morgun?

Re: Íslandsmót í hangflugi 2012

Póstað: 13. Júl. 2012 18:29:52
eftir Böðvar
Já Guðjón nú er komið að þér fyrsta sætið ekkert minna og fyrir hina er gott að muna að aðalatriðið er að vera með og njóta dagsins. Jón V. Pétursson og ég ætlum að mæta aðeins fyrr og fara með hliðstangirnar upp á Draugahlíðabrekkur en Rafn Thorarensen mun taka vel á móti ykkur við Litlu kaffistofuna kl. 13