[quote=Gunnarb]...einhver var að halda því fram að spectrum væri mun óáreiðanlegra - sá var reyndar svo mikið á móti Spectrum að ég afskrifaði eiginlega restina af því sem hann sagði.[/quote]
Sumir sjá reyndar ofsjónum yfir DSM2 útfærslunni hjá Spektrum og þessi gæti svo sem hafa verið einn af þeim. Aðrir mynduðu sér skoðun fyrir mörgum árum og hafa ekkert verið að uppfæra hana eftir því sem tæknin þróast. Hjá mörgum jafnast tæknin reyndar á við trúarbrögð og ekki skal litið við öðrum „guðum“ né þeir lofaðir.
Hér er hlutlaus úttekt hjá Bruce á DSMX >
http://www.rcmodelreviews.com/dx8dsmxreview.shtml < en þannig koma Spektrum stýringar í dag.
Skiptir orðið litlu máli hvaða leið þú ferð, JR, Spektrum, Futaba eða Hitec(eru reyndar yngstir á markaðnum en hafa verið að koma vel út). Öll þessi merki eru áræðanleg og ætti að vera vandalaust að fá aðstoð með þau hér heima. Svo lengi sem menn lesa leiðbeiningarnar og fara eftir þeim þá ætti allt að ganga vel.
Svona til „gamans“ þá má nefna að maður heyrir það frá fólki úti að það eru mikið til sömu aðilar og voru í veseni á 35/72 mhz sem hafa verið að lenda í veseni á 2.4.