Semsagt, formaðurinn (der fuhrer), og maðurinn með veskið (ég) ætla að tækla saman smíði á eins vélum og vonandi verða þær flughæfar á flugkomunni okkar í sumar.
Módelin komu til Patreksborgar vel pökkuð í kassa fyrir gítartöskur, og við hófum leikinn með kassagramsi:

Það hefur verið hefð og lukkumerki að setja vélarhlífarnar á höfuðið, en svona *jöst in keis* þá tókum við meistara Chaplin á hjólahlífarnar:

Innihald gítarkassans kannað, og hernaðaráætlun varðandi smíðina í gangi:

Ótrúlegt en satt, það var staldrað við til að lesa leiðarvísirinn fyrir smíðina:

Fengum smá bónus með í kassanum, og auðvitað kemur þýskur útúrsnúningur á dag skapinu í lag


Skrokkhlutarnir komu í geislaskornum plötum:

Der furher hefur fengið skemmtilega hugmynd:

Maðurinn með veskið var ekki alveg á sömu blaðsíðu:

En byrjað var á að skera lausa hlutina úr hinum geislaskornu plötum:

Varlega skal farið, hlutirnir eiga til að detta úr:

Semsagt, við kláruðum að skera úr plötunum, næsta skref verður að púsla saman og líma, framhald síðar
