
Nokkrir punktar vegna flugkomunnar sem hafa ber í huga.
Athugið að þetta er ekki flugsýning heldur flugkoma og vonandi koma sem flestir til að samfagna með okkur. Hef nú þegar fengið staðfest að einhverjir munu koma að norðan og vestan og Ali (ásamt Duncan) mun koma alla leið frá Bretlandi til að fagna með okkur. Við fáum svo vonandi að sjá einhverja að sunnan og austan til að loka hringnum!
Gisting
Þeir sem vilja geta tjaldað á svæðinu en hafa þarf vallarhliðið lokað(og læst) eftir að formlegri dagskrá lýkur. Hægt verður að fá lykil lánaðann hjá Sverri gegn 1000 króna skilagjaldi. Ganga þarf frá gistingunni við Sverri fyrir kl.18 fimmtudaginn 31.maí.
Athugið að ekki verður rennandi vatn í boði en salerni verður á svæðinu.
Einkaaðilar
Hótel Keflavík (Styrktaraðili flugkomunnar, mælum með þeim)
Hótel Keilir
Hótel Vogar
Alex
B&B Guesthose
Bed and Breakfast
Icelandair Hotels
Einnig má finna talsvert fleiri aðila á Booking.com.
