Síða 1 af 1

Re: Hleðslusnúra fyrir 1100 mah JR TX rafhlöðupakka

Póstað: 17. Ágú. 2006 21:50:42
eftir Sverrir
Ef menn hafa fjárfest í 1100 mah JR rafhlöðu pakka sem er ætlaður fyrir stærri JR stýringar þá hafa þeir eflaust rekið sig á lítið, hvítt rafmagnstengi sem ætlast er til að pakkinn sé tengdur með við sjálfa fjarstýringuna. Það væri ágætt að fá eitthvað á móti því svo hægt sé að tengja pakkann beint í „alvöru“ hleðslutæki en ekki hlaða hann í gegnum fjarstýringuna.

Ég skaust í Íhluti í dag til að athuga hvort þeir ættu tengi á móti þessu en það næsta sem við fundum var svarta tengibrettið sem sést lengst til hægri á myndinni.
Mynd

Þá er bara að taka hentugan bút af stykkinu og byrja að lóða.
Mynd

Hér er búið að lóða og setja hitakrumpu á vírana.
Mynd

Þá er bara að setja hentug tengi á hin endann og hitakrumpu yfir víranna og tengistykkið.
Mynd

Þetta tók ekki langan tíma alltaf gaman að lóða :)


Annar möguleiki væri að klippa snúruna í sendapakkanum í tvennt og græja hentugra tengi á milli þannig að hvíta tengið sé alltaf fast í stýringunni og hitt sé notað til að fjarlægja rafhlöðuna og hlaða hana.

Re: Hleðslusnúra fyrir 1100 mah JR TX rafhlöðupakka

Póstað: 18. Ágú. 2006 09:13:38
eftir Agust
Önnur verslun sem selur íhluti er Miðbæjarradíó http://www.midbaejarradio.is

Re: Hleðslusnúra fyrir 1100 mah JR TX rafhlöðupakka

Póstað: 18. Ágú. 2006 09:40:28
eftir Sverrir
Ekki verra að vita það :)

Re: Hleðslusnúra fyrir 1100 mah JR TX rafhlöðupakka

Póstað: 13. Sep. 2006 08:24:49
eftir Þórir T
ég gerði þetta nú á aðeins auðveldari hátt, var bara með eina JR (að sjálfsögðu) framlengingarsnúru, tók "hulsuna" af kallendanum, þá kemst þetta allt saman... ekkert lóð og ekkert herpi keis... :-)

mbk

Tóti

Re: Hleðslusnúra fyrir 1100 mah JR TX rafhlöðupakka

Póstað: 13. Sep. 2006 11:03:42
eftir Agust
[quote=Sverrir]Ef menn hafa fjárfest í 1100 mah JR rafhlöðu pakka sem er ætlaður fyrir stærri JR stýringar þá hafa þeir eflaust rekið sig á lítið, hvítt rafmagnstengi sem ætlast er til að pakkinn sé tengdur með við sjálfa fjarstýringuna. Það væri ágætt að fá eitthvað á móti því svo hægt sé að tengja pakkann beint í „alvöru“ hleðslutæki en ekki hlaða hann í gegnum fjarstýringuna.[/quote]
Hvers vegna vilja menn ekki hlaða í gegn um fjarstýringuna? Ég geri það alltaf með mínum "alvöru" sjálfvirku hraðhleðslutækjum? Ég er með Futaba stýringar og 1100mAh rafhlöður. Getur verið að í JR sé díóða milli hleðslutengils og rafhlöðu sem truflar sjálfvirka hleðslutækið?

Re: Hleðslusnúra fyrir 1100 mah JR TX rafhlöðupakka

Póstað: 13. Sep. 2006 12:40:31
eftir Sverrir
[quote=Þórir T]ég gerði þetta nú á aðeins auðveldari hátt, var bara með eina JR (að sjálfsögðu) framlengingarsnúru, tók "hulsuna" af kallendanum, þá kemst þetta allt saman... ekkert lóð og ekkert herpi keis... :-)

mbk

Tóti[/quote]
Hvar er fjörið í því ;)

[quote=Agust]Hvers vegna vilja menn ekki hlaða í gegn um fjarstýringuna? Ég geri það alltaf með mínum "alvöru" sjálfvirku hraðhleðslutækjum? Ég er með Futaba stýringar og 1100mAh rafhlöður. Getur verið að í JR sé díóða milli hleðslutengils og rafhlöðu sem truflar sjálfvirka hleðslutækið?[/quote]
Passar.

Re: Hleðslusnúra fyrir 1100 mah JR TX rafhlöðupakka

Póstað: 13. Sep. 2006 13:32:27
eftir Agust
[quote=Sverrir]Passar.[/quote]
Díóðan kemur í veg fyrir að straumur geti flætt frá rafhlöðunni til baka út um tengilinn. Díóðan er þarna í öryggisskyni til að koma í veg fyrir bruna ef t.d. hleðslutengillinn skyldi skammhleypast. Þessi eiginleiki díóðunnar kemur einnig í veg fyrir að sjálfvirka hleðslutækið geti mælt spennu rafhlöðunnar, þannig að það virkar ekki.

Ég breytti einu sinni fjarstýringu sem ég átti fyrir löngu og var með svona díóðu. Setti hæfilega stórt öryggi (bræðivar) í stað díóðunnar. Við hugsanlegt skammhlaup brennur öryggið.

Hve stórt öryggi? Ég mundi veðja á 2A. Þá er hægt að hraðhlaða með allt að tveim amperum, þó svo að ég láti yfirleitt um 1 amper nægja. Það verður líka að hafa í huga að hleðslustraumurinn þarf að fara í gegn um fíngerða batterítengið og rofann í fjarstýringunni, þannig að menn verða að kunna sér hóf.

Re: Hleðslusnúra fyrir 1100 mah JR TX rafhlöðupakka

Póstað: 13. Sep. 2006 22:00:48
eftir Þórir T
hvað má áætla að bæði tengin á framlengingarsnúrunum og snúrurnar sjálfar þoli mikinn straum, miðað við td 4,8v?

mbk
Tóti