Þá var loksins komið að stóra deginum, stóri Yak skyldi komast yfir í 2.4ghz. Eftir langar andvökunætur þá var ákveðið að fjárfesta í Powerbox Royal afldreifi- og móttakarakerfi til að sjá um verkið og leysa 35 mhz Weatronic af hólmi(er til sölu hjá Steina ef einhverjum vantar, 25.000, kjarakaup).
Afsakið óreiðuna, hér er ekki búið að ganga frá snúrunum.
Steini gerir klárt fyrir frumflugið, sjáiði spennuna!
Eftir fyrsta flugið, neðsta talan sýnir notkun í mah, brotna línan hvað spennufallið var undir álagi.
Hér sést hvað rafhlöðurnar féllu niður í við álag og hámarks straumnotkun, ásamt mah eyðslu.
Hér sjást tölur sem sýna hvað radíómerkið var að gera af sér, allt í tipp topp.
Auglýsingahlé.
Hér sést svo seinni hluti flugsins og svo sem ekki miklu að bæta við.
Smá vídeó af ræsingunni og flakki á milli skjámynda.
Ef heimurinn væri fullkominn þá væri það kannski eðlilegt en svo er víst ekki.
Í „alvöru“ afldreifikerfum þá eru fleiri en einn spennujafnari og þar sem mismörg servó geta verið að draga í gegnum hvern þeirra hverju sinni þá er ekkert óeðlilegt við það þó meira sé notað af annari rafhlöðunni. Spenna og innra viðnám hafa einnig töluverð áhrif á hvor rafhlaðan tæmist hraðar, oftast er munurinn innan við 10% og skiptir þetta litlu máli.