Síða 1 af 2

Re: Vængpokar og/eða efni í þá...?

Póstað: 6. Maí. 2012 12:33:40
eftir Agust
Ég hef verið að velta fyrir mér hvort ég eigi að kaupa tilbúna vængpoka fyrir svifflugu- og vélfluguvængi, eða útbúa þá sjálfur.

Hvaða framleiðendum / seljendum mælið þið með?

Menn hafa verið að útbúa vængpoka erlendis úr sterku bóluplasti, oft silfurlituðu. Mér skilst að þetta sé einhvers konar einangrunarefni, hugsanlega fyrir loftræsikerfi. Hafið þið rekist á eitthvað þannig hér á landi, eða eitthvað annað sem hentar fyrir svona poka?



Mynd

Re: Vængpokar og/eða efni í þá...?

Póstað: 6. Maí. 2012 13:56:01
eftir einarak
ég hef einmitt verið að googla þetta aðeins, væri til í einhver hint.

Re: Vængpokar og/eða efni í þá...?

Póstað: 6. Maí. 2012 15:10:56
eftir Sverrir
Það var hægt að fá svona efni í einhverri af saumabúðunum en metrarverðið slagaði hátt í únsu af gulli. :/ Jæja eða næstum því, kostaði alla veganna það marga þúsundkalla að það borgaði sig ekki að standa í þessu þá.

Re: Vængpokar og/eða efni í þá...?

Póstað: 6. Maí. 2012 15:52:35
eftir Böðvar
Fékk svampklætt áklæði ætlað til að klæða yfir sæti í bílum, hægt að fá nokkra liti í bílabúð upp á Höfða. Hefur reynst mér vel í mörg ár. Auðvelt að renna efninu í saumavélina og búa til poka utan um vængina.

Re: Vængpokar og/eða efni í þá...?

Póstað: 6. Maí. 2012 18:50:28
eftir Messarinn
Sælir

Ég bjó mér til vængpoka úr bubble plasti utanum vængina á Super sterman sem ég á og virkar fínt. Það fæst í metra vís í Byko en er bara meter á breidd minnir mig. Ég vafði fyrst plastið utanum vænginn með bólurnar út teipaði með glæru límbandi vafði síðan aðra umferð með bólurnar inn og þá var pokinn sléttur bæði innan og utan +
efnis þykkur og varði vænginn vel.Eina sem ég sé að þessu kannski er að pokinn er ekkert sérstaklega flottur enn Who cares.

Mynd

Kv Messarinn

Re: Vængpokar og/eða efni í þá...?

Póstað: 6. Maí. 2012 23:36:42
eftir Sverrir
Steini hefur líka notað parketábreiðu með góðum árangri.

Mynd

Mynd

Mynd

Re: Vængpokar og/eða efni í þá...?

Póstað: 22. Nóv. 2012 14:41:42
eftir Agust
Vídeó um vængpoka:



Ég hef hvergi fundið svona efni í búð.

Re: Vængpokar og/eða efni í þá...?

Póstað: 22. Nóv. 2012 15:22:22
eftir Sverrir
Þ.Þorgrímsson í Ármúla á svona efni.

Re: Vængpokar og/eða efni í þá...?

Póstað: 22. Nóv. 2012 16:39:07
eftir Agust
Takk Sverrir. Ég þarf að líta við hjá Þorgrími.

Re: Vængpokar og/eða efni í þá...?

Póstað: 22. Nóv. 2012 20:15:56
eftir Gauinn
Það er hægt að fá ódýr filtteppi í Rúmfatalagernum, ég keypti rúllu af bóluplasti í Plastprenti í vor, það kostaði svipað og örfáir metrar annarstaðar.