Síða 1 af 1

Re: Hinn fullkomni hnífur

Póstað: 17. Sep. 2006 23:06:10
eftir Björn G Leifsson
Ég fann í Pennanum um daginn nokkuð sem er gjörsamlega ómissandi fyrir hinn ekta balsafíkil.

Þetta eru skurðlæknahnífar frá Swann-Morton... ekta stöffið!
Sama og ég nota í vinnunni og það gerist ekki betra í módelsmíðarnar. Því lofa ég.

Mynd
Mynd Mynd

Þau eru með þetta á neðri hæðinni í Pennanum í Hallarmúla, í myndlistardeildinni og það þarf að spyrja eftir þessu því þau eru með það niðri í skúffu.
Mæli með að maður fái sér skaft númer 3 og blöð númer 11 og númer 15. Mig minnir að skaftið kosti rúman fimmhundruðkall. Blöðin veit ég ekki hvað kosta hjá þeim en eins og ég segi þá er ekki völ á betra. Draslið sem selt er í hobbíbúðum sem "Surgical knifes" er sorglegt í samanburði.

Um leið og maður byrjar að nota þetta þá kemur ekkert annað til greina. Þetta er svo beitt að það er alger unun að tálga balsa, skera frauðplast, sníða klæðningu og allt mögulegt...
Maður bara fær ekki betra,,, punktur!

Blöðin nr 11 og nr 15 uppfylla nánast allar þarfir okkar. Það eru til stærri sköft og blöð en ég nota bara þessi blöð og þau passa bæði í skaft nr 3.

Það er smá tækni sem þarf til að setja blöðin á og taka þau af (án þess að skera sig ;)) og ég lofa því hér með að búa til smá myndaseríu um það fyrir ykkur.
Aðalatriðið er að vera ekki að gera það með fingrunum. Nota töng til að halda á blaðinu!!!!!!!!!!!!
Svo til að losa sig við notuð blöð er hollt að útvega sér dollur úr seigu plasti með skrúfuðu loki. skera rauf í lokið og droppa notuðum blöðum og öðru varasömu dóti ofaní. Þeir sem eru sniðugir hafa smá saltvatn í dollunni svo blöðin ryðgi þar ofaní og missi bitið.
Margt af þessu heilsudufts-sulli eins og td Herbalife kemur einmitt í svona dollum sem eru fyrirtak að nota í þetta.

Re: Hinn fullkomni hnífur

Póstað: 8. Jún. 2008 01:06:50
eftir Guðjón
Hvað kosta þessir?

Re: Hinn fullkomni hnífur

Póstað: 29. Sep. 2008 22:15:04
eftir jons
Fyrir áhugasama: Þessir hnífar fást líka í apótekum og eru á svipuðu verði og Björn talaði um, rétt í kringum 600 kall (fer eftir því hvaða stærð er keypt). Ég held að hægt sé að kaupa blöð í hnífana í apótekum líka, annars er bara að kaupa þau hjá flugmodel.com eða panta einhvers staðar á Netinu (hafi maður ekki aðgang að Pennanum í Hallarmúla).

Og ég get tekið undir orð Björns: Þetta er fáránlega beittir hnífar og fara gríðarlega vel í hendi. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur hafi áhuga á týpískum hobbýhníf eftir að hafa handleikið svona elsku :)