Síða 1 af 1
Re: AXN Floater-Jet frá HobbyKing
Póstað: 10. Júl. 2012 16:27:56
eftir kpv
Loks er móttekinn langþráður pakki frá HobbyKing. 4 vikur á leiðinni sem er sennilega eðlilegt, leiðin er löng og viðtakandi nískur á flutningsgjöld eftir æfilanga búsetu á landsbyggðinni.
Veglegar umbúðir, frá kínverjunum.
Annar pakki innaní.
Innvolsið var pantað sér, samkvæmt ráðum frá Bruce Simpson, "The Rocketman" frá Nýja-Sjálandi.
Ég stóðst ekki mátið að stinga henni saman. Límingar og lóðningar hefjast síðdegis eða eftir vinnu.
Nú má BIXLERINN fara að passa sig..

Re: AXN Floater-Jet frá HobbyKing
Póstað: 10. Júl. 2012 16:48:42
eftir raRaRa
Þetta er ótrúlega skemmtileg flugvél, sú fyrsta sem ég keypti

Miklu hraðskreiðari en Bixlerinn og flýgur skemmtilega!
Ég mæli líka með að fá örlítið stærri prop þá verður hún mun öflugri (Eins og Bruce gerir)

Re: AXN Floater-Jet frá HobbyKing
Póstað: 11. Júl. 2012 09:37:12
eftir Þórir T
[quote] 4 vikur á leiðinni [/quote]
Iss það er ekki neitt, ég er enn að bíða eftir sendingu sem fór frá HK í febrúar

Re: AXN Floater-Jet frá HobbyKing
Póstað: 12. Júl. 2012 00:13:37
eftir Björn G Leifsson
[quote=Þórir T][quote] 4 vikur á leiðinni [/quote]
Iss það er ekki neitt, ég er enn að bíða eftir sendingu sem fór frá HK í febrúar

[/quote]
Mig er farið að gruna að trikkið sé: Ekki velja EMS! Þó það þýði Express - eitthvað. Þeir eru með tvo starfsmenn í snedingardeildinni. Annar þeirra heldur að Ísland sé í Danmörku og sendir pakkana á sinni vakt þangað. Danirnir finna ekki póstnúmerið og henda pakkanum upp í hillu.
Re: AXN Floater-Jet frá HobbyKing
Póstað: 12. Júl. 2012 01:06:11
eftir Gauinn
[quote=Björn G Leifsson][quote=Þórir T][quote] 4 vikur á leiðinni [/quote]
Iss það er ekki neitt, ég er enn að bíða eftir sendingu sem fór frá HK í febrúar

[/quote]
Mig er farið að gruna að trikkið sé: Ekki velja EMS! Þó það þýði Express - eitthvað. Þeir eru með tvo starfsmenn í snedingardeildinni. Annar þeirra heldur að Ísland sé í Danmörku og sendir pakkana á sinni vakt þangað. Danirnir finna ekki póstnúmerið og henda pakkanum upp í hillu.[/quote]
Sammála þessu, pantaði ljósmyndabók, 4 mánuðir? Það lá við að hún væri úrelt þegar hún kom.
Re: AXN Floater-Jet frá HobbyKing
Póstað: 12. Júl. 2012 09:12:39
eftir kpv
[quote]
Mig er farið að gruna að trikkið sé: Ekki velja EMS! Þó það þýði Express - eitthvað.[/quote]
Reynslan hefur kennt mér að velja ekki EMS. Það er lengur á leiðinni. Svo hefur mér sýnst gott að senda fyrirspurn til HobbyKing online support centre eftir ca. 3 vikur. Þá er eins og þeir reki frekar eftir pakkanum.
Bara að velja "International Air Mail" Ódýrara og fljótast.
Re: AXN Floater-Jet frá HobbyKing
Póstað: 12. Júl. 2012 13:55:38
eftir hrafnkell
Ég á einmitt floater. Búinn að stinga henni á nefið í túnbala án stórfenglegra skemmda. Fín vél, og ég er ekki frá því að hún sé hraðari en bixlerinn sem pabbi minn á. Líka aðeins stærri og rennilegri.