Síða 1 af 1

Re: AXN Floater-Jet frá HobbyKing

Póstað: 10. Júl. 2012 16:27:56
eftir kpv
Loks er móttekinn langþráður pakki frá HobbyKing. 4 vikur á leiðinni sem er sennilega eðlilegt, leiðin er löng og viðtakandi nískur á flutningsgjöld eftir æfilanga búsetu á landsbyggðinni.

Veglegar umbúðir, frá kínverjunum.
Mynd

Annar pakki innaní.
Mynd

Innvolsið var pantað sér, samkvæmt ráðum frá Bruce Simpson, "The Rocketman" frá Nýja-Sjálandi.
Mynd

Ég stóðst ekki mátið að stinga henni saman. Límingar og lóðningar hefjast síðdegis eða eftir vinnu.
Mynd

Nú má BIXLERINN fara að passa sig.. :lol:

Re: AXN Floater-Jet frá HobbyKing

Póstað: 10. Júl. 2012 16:48:42
eftir raRaRa
Þetta er ótrúlega skemmtileg flugvél, sú fyrsta sem ég keypti :) Miklu hraðskreiðari en Bixlerinn og flýgur skemmtilega!

Ég mæli líka með að fá örlítið stærri prop þá verður hún mun öflugri (Eins og Bruce gerir) :D

Re: AXN Floater-Jet frá HobbyKing

Póstað: 11. Júl. 2012 09:37:12
eftir Þórir T
[quote] 4 vikur á leiðinni [/quote]

Iss það er ekki neitt, ég er enn að bíða eftir sendingu sem fór frá HK í febrúar :D

Re: AXN Floater-Jet frá HobbyKing

Póstað: 12. Júl. 2012 00:13:37
eftir Björn G Leifsson
[quote=Þórir T][quote] 4 vikur á leiðinni [/quote]

Iss það er ekki neitt, ég er enn að bíða eftir sendingu sem fór frá HK í febrúar :D[/quote]

Mig er farið að gruna að trikkið sé: Ekki velja EMS! Þó það þýði Express - eitthvað. Þeir eru með tvo starfsmenn í snedingardeildinni. Annar þeirra heldur að Ísland sé í Danmörku og sendir pakkana á sinni vakt þangað. Danirnir finna ekki póstnúmerið og henda pakkanum upp í hillu.

Re: AXN Floater-Jet frá HobbyKing

Póstað: 12. Júl. 2012 01:06:11
eftir Gauinn
[quote=Björn G Leifsson][quote=Þórir T][quote] 4 vikur á leiðinni [/quote]

Iss það er ekki neitt, ég er enn að bíða eftir sendingu sem fór frá HK í febrúar :D[/quote]

Mig er farið að gruna að trikkið sé: Ekki velja EMS! Þó það þýði Express - eitthvað. Þeir eru með tvo starfsmenn í snedingardeildinni. Annar þeirra heldur að Ísland sé í Danmörku og sendir pakkana á sinni vakt þangað. Danirnir finna ekki póstnúmerið og henda pakkanum upp í hillu.[/quote]

Sammála þessu, pantaði ljósmyndabók, 4 mánuðir? Það lá við að hún væri úrelt þegar hún kom.

Re: AXN Floater-Jet frá HobbyKing

Póstað: 12. Júl. 2012 09:12:39
eftir kpv
[quote]
Mig er farið að gruna að trikkið sé: Ekki velja EMS! Þó það þýði Express - eitthvað.[/quote]

Reynslan hefur kennt mér að velja ekki EMS. Það er lengur á leiðinni. Svo hefur mér sýnst gott að senda fyrirspurn til HobbyKing online support centre eftir ca. 3 vikur. Þá er eins og þeir reki frekar eftir pakkanum.
Bara að velja "International Air Mail" Ódýrara og fljótast.

Re: AXN Floater-Jet frá HobbyKing

Póstað: 12. Júl. 2012 13:55:38
eftir hrafnkell
Ég á einmitt floater. Búinn að stinga henni á nefið í túnbala án stórfenglegra skemmda. Fín vél, og ég er ekki frá því að hún sé hraðari en bixlerinn sem pabbi minn á. Líka aðeins stærri og rennilegri.