Brotinn Spitfire

Sýnið hvað þið eruð að smíða eða setja saman
Passamynd
Gauinn
Póstar: 603
Skráður: 29. Maí. 2012 23:24:07

Re: Brotinn Spitfire

Póstur eftir Gauinn »

Þar sem Cub er orðinn flughæfur náði ég í Spitfire vélina mína, kom í ljós sprunga aftur eftir skrokknum og undir vængfestinguna.
Kubburinn sem heldur vængnum virðis vera alveg "stabíll".
Nú er spurning, hvernig er skynsamlegast að redda þessu?MyndMynd
Langar að vita miklu meira!
Passamynd
Flugvelapabbi
Póstar: 589
Skráður: 2. Des. 2008 16:53:06

Re: Brotinn Spitfire

Póstur eftir Flugvelapabbi »

Sæll Gaui,
þu getur limt þetta með syrulimi (þunnu)þar sem fletirnir liggja mjög þjett saman,
einnig væri gott fyrir salartetrið að setja þrihyrndan lista i kverkina inni i skrokknum.
Jon a syrulim og ef þu villt þa getum við tekið það með a Hamranes a morgun.
Kv
Einar Pall 8977676
Passamynd
Gauinn
Póstar: 603
Skráður: 29. Maí. 2012 23:24:07

Re: Brotinn Spitfire

Póstur eftir Gauinn »

[quote=Flugvelapabbi]Sæll Gaui,
þu getur limt þetta með syrulimi (þunnu)þar sem fletirnir liggja mjög þjett saman,
einnig væri gott fyrir salartetrið að setja þrihyrndan lista i kverkina inni i skrokknum.
Jon a syrulim og ef þu villt þa getum við tekið það með a Hamranes a morgun.
Kv
Einar Pall 8977676[/quote]
Takk þigg það með þökkum, svo er þetta bara gaman að stússast í þessu, ætli flugið verði eins, orðinn hálf leiður á öllu þessu "krassi" í herminum :-)
Langar að vita miklu meira!
Passamynd
Gauinn
Póstar: 603
Skráður: 29. Maí. 2012 23:24:07

Re: Brotinn Spitfire

Póstur eftir Gauinn »

Ég notaði mikið tveggja þátta Epoxy hægþornandi á Cub- inn minn.
Þar sem ég vann nokkur ár í trésmiðju, þá er ég svolítið hugsandi yfir hvað það verður rosalega hart, þetta verður allt annar sveigjanleiki heldur en í umhverfinu, þe. viðnum og eða plastinu í kring.
Eruð þið alveg vissir um ágæti límsins í módelsmíði, þarf ekki flugvélin að vera hæfilega sveiganleg svo hún brotni ekki bara undir sjálfri sér og mótortitringi?
Þetta verður eins og gler???
Langar að vita miklu meira!
Passamynd
Björn G Leifsson
Póstar: 2914
Skráður: 24. Apr. 2004 01:14:45

Re: Brotinn Spitfire

Póstur eftir Björn G Leifsson »

Í viðgerðum hef ég komist upp á lag með að nota PU (Poly-Urethane) lím. Amrísk útgáfa af þessu lími heitir Gorilla Glue og flestir hafa rekist á það nafn einhvern tíma. Það er til bæði í Býkó og Húsó og brúna útgáfan er sú algengasta en ég hef líka séð litlausa en hef ekki prófað hana.
Rakinn í umhverfinu eða í efninu sem líma á, er það sem "hvatar" límið og því meiri raki því meira freyðir það. Með því að bleyta mismikið í efninu er þannig hægt að láta PU-límið freyða og þannig fylla upp í eyður og kverkar. Þarf svolitla lagni en verður níðsterkt. Ég hef til dæmis lagað brot í balsamódelum með því að stilla brotunum saman, festa með sýrulúmi og úða svo smávegis vatni á balsann þar sem líma á og leggja streng af PU-lími sem myndar þá fyllingu í kverkumog yfir brot. Eftir því sem maður venst þessu lími þá notar maður það meir og meir í trélimingar og laganir.

Hér reyndi ég að lýsa dæmigerðri viðgerð með þessu lími og á 12. myndinni í þessari röð sést þokkalega hvernig hvernig límið efur freytt og fyllt.
"For every complex problem there is a solution that is simple, neat and wrong"
H.L. Mencken
Passamynd
Gauinn
Póstar: 603
Skráður: 29. Maí. 2012 23:24:07

Re: Brotinn Spitfire

Póstur eftir Gauinn »

[quote=Björn G Leifsson]Í viðgerðum hef ég komist upp á lag með að nota PU (Poly-Urethane) lím. Amrísk útgáfa af þessu lími heitir Gorilla Glue og flestir hafa rekist á það nafn einhvern tíma. Það er til bæði í Býkó og Húsó og brúna útgáfan er sú algengasta en ég hef líka séð litlausa en hef ekki prófað hana.
Rakinn í umhverfinu eða í efninu sem líma á, er það sem "hvatar" límið og því meiri raki því meira freyðir það. Með því að bleyta mismikið í efninu er þannig hægt að láta PU-límið freyða og þannig fylla upp í eyður og kverkar. Þarf svolitla lagni en verður níðsterkt. Ég hef til dæmis lagað brot í balsamódelum með því að stilla brotunum saman, festa með sýrulúmi og úða svo smávegis vatni á balsann þar sem líma á og leggja streng af PU-lími sem myndar þá fyllingu í kverkumog yfir brot. Eftir því sem maður venst þessu lími þá notar maður það meir og meir í trélimingar og laganir.

Hér reyndi ég að lýsa dæmigerðri viðgerð með þessu lími og á 12. myndinni í þessari röð sést þokkalega hvernig hvernig límið efur freytt og fyllt.[/quote]

Takk!!!
Kannast vel við þetta efni og á til. Galdraefni en þolir ekki sól, óvarið.
Langar að vita miklu meira!
Passamynd
Gaui
Póstar: 3822
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Brotinn Spitfire

Póstur eftir Gaui »

Mig langar líka að vara við PU líminu að ekki nota það á staði þar sem er mikið álag. Þó það sé mjög sterkt, þá er það líka stökkt og líming sem ég gerði á Stikkinn minn í kringum eldvegginn bara brotnaði! PU lím er best að nota í samlímingar þar sem maður t.d. býr til léttan krossvið úr þrem balsaplötum. Ég hef gert það og það er léttasti krossviður sem ég hef notað.

Gaui, ég myndi líklegast gera eins og Einar Páll segir, nota sýrulím og reyna að koma styrkingum innan í brotið.

.cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gaui
Póstar: 3822
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Brotinn Spitfire

Póstur eftir Gaui »

Þú getur líka keypt sýrulím af margs konar þykktarflokkum í Handverkshúsinu.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Passamynd
Gauinn
Póstar: 603
Skráður: 29. Maí. 2012 23:24:07

Re: Brotinn Spitfire

Póstur eftir Gauinn »

Sælir.
Þessar pælingar með tveggja þátta límið og urethan voru vegna Cub límingarnar, sá það sem hafði slæðst út fyrir var eins og gler.
Spitfire sprungan, er allt öðr vísi mál Cub var allur í smassi að framan þe. mótorfestingar oþh. sennilega rekið nefið á honum í í flutningum mínum.
Spitfire, ef ég gríp utan um mittið á henni þá þrýstist sprungan aðeins saman, eins get ég örlítið spennt hana í sundur. ætli ég "vefji" hana eftir að sýrulimið er komið á milli.
Auðvitað kaupi ég límið, en hvað á ég að biðja um, td. þykkt?
Ég á örugglega eftir að gera sprungur og brot sjálfur, nauðsynlegt að eiga þá efnin.
Langar að vita miklu meira!
Passamynd
Gaui
Póstar: 3822
Skráður: 28. Nóv. 2004 18:30:14
Staðsetning: Eyjafjörður

Re: Brotinn Spitfire

Póstur eftir Gaui »

Ef partar liggja vel sama og ekkert bil, þá heldur maður hlutunum saman og lætur þunna límið dragast inn í samskeytin með sogktaftinum. Ef partarnir ná nokkur veginn saman, þá setur maður þykka límið á milli og þrýstir þeim saman.

Bæði límin harðna á nokkrum sekúndum, svo það er óþarfi að vefja -- nema þú eigir við hvort þú eigir að setja glerfíber yfir samskeytin, þá er það svakaleg vinna, en gæti borgað sig.

:cool:
Ég er svona það sem kallað er Trendsetter, það bara tekur enginn eftir því.

Bara átta kveðjur
Guðjón Ólafsson - Eyjafirði
Svara