Síða 1 af 1

Re: Das Meisterwerk 1

Póstað: 25. Júl. 2012 16:25:35
eftir Árni H
Sælir!

Síðastliðið ár er búið að vera frekar undarlegt hjá mér og lítill tími gefist til þess að sinna flugmódeláráttunni. Þó hef ég með hléum gripið í að smíða mér svifvæng, sem gengur undir vinnuheitinu "Das Meisterwerk" á heimilinu :) og mér datt í hug að deila smíðinni með ykkur í örþræði. Þetta ætti eiginlega að vera undir "Laugardagsföndrið" þótt þetta hafi teygst á nokkra laugardaga.

Fyrst skar ég út vænghelminga með skurðarboganum góða og límdi saman í miðjunni með 5 mín epoxy.
Mynd

Svo greip tilraunapúkinn mig föstum tökum og ég ákvað að reyna gamla aðferð sem felst í því að klæða vænginn með trélími og brúnum umbúðapappír. Það reyndist alveg ótrúlega sniðugt en alveg svakalega subbulegt. Ekki gera þetta nema vera einir heima!
Mynd
Mynd
Mynd

Vængurinn reyndist bæði léttur og sterkur. Þegar blandan af trélími og vatni þornar, herpist pappírinn saman svo hver einasta misfella sést greinilega. Það borgar sig að pússa aðeins betur næst!
Mynd
Mynd

Svo var farið út í stóra sprautuklefann og sprautað með gulasta lakkinu sem ég fann í byggingavöruversluninni. Stýri og stél voru skorin út úr afgöngum af 3mm balsa og klædd með filmuafgöngum. Reyndar þurfti ég að flá örlítið af Gremlinflakinu til þess að ná nægum afgöngum. Sem sagt sannkölluð endurvinnsla í gangi að hætti Akureyringa!
Mynd

Svo var "mælt" og skorið fyrir servóum, batteríi og móttakara. Teipið á hnífnum markar þykktina á servóunum í þessu tilfelli. Annars tala myndirnar sínu máli.
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd

Servóin (Hobbyking HK15138)) og batteríið (Turnigy AA LSD 2200mah) voru límd niður með smáklessu af hitalími og síðan voru stýrin fest á með breiðu, krossofnu trefjateipi áður en þau voru tengd við servóana á hefðbundinn hátt. Mótttakarinn (Orange Rx R610 Spektrum) var festur niður með ofangreindu teipi. Eftirlitskötturinn tók út verkið og gaf grænt ljós á testflugið :D
Mynd

Svo var farið í frumflugið í gær. Vindurinn var með hægasta móti en Das Meisterwerk stóð fullkomlega undir væntingum og flaug alveg þrælvel, eiginlega miklu betur en hvíti vængurinn minn. Gummi Messari aðstoðarflugmaður gerði raunar tilraun á því hversu sterkur vængurinn er með því að stingast á hausinn ofan í tveggja metra djúpan skurð með vænginn í fanginu. Því miður náðist það ekki á myndband! Smásprunga í klæðningunni hafði greinilega engin áhrif á flugeiginleikana.
Mynd
Mynd
Mynd

Ánægðir "Beach boys" velgallaðir í blíðunni eftir skemmtilegt flug. Das Meisterwerk 2 er þegar kominn á teikniborðið!
Mynd

Hérna er svo smávídeó af frumfluginu. Eitt af því sem hefur verið að hrjá mig eru tölvuvandamál þannig að myndbandið er bara í hörmungargæðum - ég set kannski inn HD útgáfu síðar.


Sem sagt - hörmungartímabilið (annus horribilis) er vonandi að baki og nú get ég farið að sinna áhugamálinu aftur :D

Kveðjur bestar,
Árni Hrólfur

Re: Das Meisterwerk 1

Póstað: 25. Júl. 2012 19:51:45
eftir Messarinn
Þetta var magnað Árni og þessi nýji vængur er svei mér þá mikið betri enn sá hvíti
Kv GH

Re: Das Meisterwerk 1

Póstað: 25. Júl. 2012 21:42:21
eftir Gaui
Til hamingju með þetta Árni -- nú verðum við hinir að herma þetta eftir þér.

Gæti hugsast að hrufurnar á vængnum séu þess valdandi að hann flýgur betur?

:cool:

Re: Das Meisterwerk 1

Póstað: 25. Júl. 2012 22:36:34
eftir Messarinn
[quote=Gaui]Til hamingju með þetta Árni -- nú verðum við hinir að herma þetta eftir þér.

Gæti hugsast að hrufurnar á vængnum séu þess valdandi að hann flýgur betur?

:cool:[/quote]

Nei það er annar vængprófíll á þessum Das Meisterwerk, þynnri og hvassari :cool:

Re: Das Meisterwerk 1

Póstað: 26. Júl. 2012 00:23:22
eftir kpv
Flott þetta með maskinupappírinn, prufa síðar.
En kuldalegt að sjá klæðnaðinn á ykkur.
Við flugum á nærskyrtunum hér á Wembley í kvöld. ;-)
AXN, Bixler og Stinger, allir á lofti á sama tíma.
Engar myndir því við vorum bara að skemmta okkur.

Re: Das Meisterwerk 1

Póstað: 26. Júl. 2012 00:52:37
eftir Árni H
Takktakk!

Ég held að ástæðan fyrir betri flugeiginleikum sé sú, að þessi vængur er örlítið þyngri og vængprófíllinn allt annar en á gamla vængnum mínum. Das Meisterwerk 1 flýgur ótrúlega vel og ekki skemmir fyrir hversu ódýr hann er - ódýr batterí, hræódýrir servóar og hræódýr Orange móttakari. Allt innvolsið sem sagt keypt á www.hobbyking.com fyrir örfáa þúsundkalla.

Og jú, við vorum eiginlega ofklæddir þarna... :D

Re: Das Meisterwerk 1

Póstað: 26. Júl. 2012 09:40:41
eftir Óli.Njáll
Til hamingju með gripin og hugmyndina, en það er ekki annað að sjá en að gripurinn sé allveg frábær ... :cool:

Re: Das Meisterwerk 1

Póstað: 26. Júl. 2012 12:53:17
eftir Spitfire
Skemmtileg svona tilraunastarfsemi, sem betur fer ætla ég að mæta norður með fyrra fallinu í vísindalega njósnaferð áður en fluggleðin á Melunum brestur á :cool: