Um daginn var ég svo á ferðinni uppi við Víti fyrir ofan Kröfluvirkjun. Að þessu sinni hafði ég verið óvenjulega forsjáll um morguninn og stungið væng og fjarstýringu í skottið á bílnum ásamt nesti og nýjum skóm. Þegar hefðbundnum túristarúnti um undur Mývatnssveitar lauk svo síðdegis uppi við Víti var kominn sunnangola og tilvalið að skutla vængnum framaf brúininni við litla útsýnisplanið ofan við virkjunina - nærstöddum þýzkum ferðamönnum til mikillar skemmtunar.
Þarna reyndist bara frábært hang í blíðunni og aðstoðarflugmaðurinn (sem hefur að sögn fengist smávegis við flugmódelflug á undanförnum árum) var hæstánægður með þessar aðstæður

Nokkrar myndir:





Kv,
Árni H