Kröfluvirkjun - önnur tilraun

Hvort sem það er hástart eða hang, sjálfknúið eða vindknúið, þá er þetta ágætis staðsetning fyrir það.
Svara
Passamynd
Árni H
Póstar: 1600
Skráður: 7. Okt. 2004 10:54:00

Re: Kröfluvirkjun - önnur tilraun

Póstur eftir Árni H »

Fyrir nokkrum árum síðan fórum við Gaui í leiðangur í leit að góðum hangstöðum í Mývatnssveit en þá brast á með meira logni en lygnustu menn mundu eftir. Búfénaði lá við öngviti og mýflugur stráféllu úr súrefnisskorti í logninu. Sjá hérna: http://frettavefur.net/Forum/viewtopic.php?id=2123

Um daginn var ég svo á ferðinni uppi við Víti fyrir ofan Kröfluvirkjun. Að þessu sinni hafði ég verið óvenjulega forsjáll um morguninn og stungið væng og fjarstýringu í skottið á bílnum ásamt nesti og nýjum skóm. Þegar hefðbundnum túristarúnti um undur Mývatnssveitar lauk svo síðdegis uppi við Víti var kominn sunnangola og tilvalið að skutla vængnum framaf brúininni við litla útsýnisplanið ofan við virkjunina - nærstöddum þýzkum ferðamönnum til mikillar skemmtunar.

Þarna reyndist bara frábært hang í blíðunni og aðstoðarflugmaðurinn (sem hefur að sögn fengist smávegis við flugmódelflug á undanförnum árum) var hæstánægður með þessar aðstæður :)

Nokkrar myndir:

Mynd Mynd Mynd Mynd Mynd

Kv,

Árni H
Svara