Sælir piltar.
þetta er einmitt það sem mig vantar þeas. svona "innihaldslýsing" í inniflugsvél.
Ég er búin að ver að fljúga 6mm depron vél í garðinum í sumar(meðan hún entist) og pantaði mér svo nokkrar plötur af EPP plasti og færði búnaðinn yfir og hélt áfram að fljúga í garðinum, og það er hreinlega algjört æði finnst mér fyrir tíma lausann mann eins og mig þessa dagana.
Nú er ég að hugsa um að gera eins og Guðjón gíra mig niður um ca3mm og smíða mér inni vél (á allt plastið til) og Listinn "innihaldslýsing" hér að ofan er snilld þegar maður hefur aldrei barið svona vél augum nema á mynd.
(verða að láta langþráðann draum rætast og kíkja á ykkur í höllina í vetur og sjá hvernig snillingarnir bera sig að

)
En mig langar að vita teikningin sem ég á er af 88cm Extru. get ég notað hana (meina stærðar lega eða eruð þið með minna vænghaf fyrir td. þennan mótor og þessi servo ?)
Stangirnar úr servo-unum og í stýrifletina eru það ekki bara carbon stangir úr tómó með vír í endana? og þá hvað sverar ?
og eruð þið að nota það sama í stífingarnar á vélunum ?